Súkkulaðibitakökur

Fékk ótrúlegt kreiv í súkkulaði, eins og gerist beisikklí á mánaðarfresti og ákvað að baka. Gerði frekar litla uppskrift en náði samt ekki að klára allar kökurnar, svo þetta hentar 2-3.
Líka fullkomið að henda í smákökur í þessu veðri því það er ekki mjög spennandi að kíkja út

20160203_211841

Efni:

Smjör: 4 msk (Virkar að setja kókosolíu í staðin, ég notaði 1 msk því smörið kláraðist)
Sykur: 1 bolli (ég notaði púðursykur)
Egg: 1 stk
Hveiti: 1 bolli
Kakó: 70 ml (ég notaði swiss miss fyrst. Það Virkar Ekki. Notið kakó).
Súkkulaði: 1 bolli (ég notaði suðusúkkulaði, getið notað m&m eða hvítt súkkulaði eða annað)
Lyftiduft: 1/2 tsk
Salt: smá

Ég ætlaði að bæta hnetum við til þess að hafa uppskriftina “hollari” en það gleymdist..

20160203_211745

Aðferð:

  1. Hita ofn í 175 °C
  2. Hræri sykri og smjöri vel saman
  3. Brýt eggið útí og hræri betur og lengur
  4. Hræri hveiti, kakó, lyftidufti og salti smátt og smátt útí
  5. Saxa súkkulaði mjög gróflega og hræri útí
  6. Baka inní ofni í 8-9 mín, tek út og leifi að kólna

Ég hafði ekki sjálfsstjórn í að leifa kökunum að kólna og það virkaði bara fínt. Mæli svo með mjólkurglasi til hliðar. Ef einhver hefur laktósaóþol eða fílar ekki mikið af smjöri, þá er hægt að skipta því út fyrir kókosolíu og nota dökkt súkkulaði í staðin fyrir mjólkursúkkulaði

20160203_211723

Grænmetisbaka

Mjög hentugt fyrir afganga eða þegar maður á sitt lítið af hverju. Hægt að nota bara grænmeti eða bæta við forelduðum kjúlla eða öðru. Líka fínt að nota niðursoðinn mat eins og grænar baunir eða maís. Ég á án efa eftir að gera þessa böku milljón sinnum og prófa eitthvað nýtt í hvert skipti. Passið bara að nota ekki of mikinn vökva, því þá getur deigið orðið soggy..

20160125_184511

Efni:
Smjördeig: 2 plötur (keypti frosið í krónunni á lítið). Líka snilld að nota tilbúið pítsadeig!
Blómkál: 1 haus
Brokkolí: 1 haus
Ostur: slatti (kannski 1/3?)
Rjómaostur: lítill pakki (250 gr.)
Krydd: salt og pipar

Svo bara gó kreisí með það sem þið eigið..

20160125_184645.jpg

Aðferð:

  1. Sýð blómkál og brokkolí í potti í 5-10 mín, á ekki að vera soðið í gegn. Helli vatninu svo af, búta grænmetið niður smátt og set til hliðar.
  2. Flet út smjördeigið (ég nota vínflösku, gott að nota kökukefli) svo það passi í form. Þarf alls ekki að vera nákvæmt!
  3. Set deigið í ofnfast form.
  4. Í litlum potti: bræði ost og rjómaost. Þegar allt er bráðið set ég grænmetið útí og hræri, salta og pipra.
  5. Helli öllu í ofnmótið og bretti deigið yfir ef hægt. Dreifi svo rifnum osti ofaná og pipra aftur
  6. Set inní ofn í 220°C í 20 mín

Í lok mánaðarins-tortellini

Er ekki beint vaðandi í pening í lok mánaðarins, svo ég gerði mat úr því sem ég átti. Þurfið alls ekki að nota eitt eða allt að því sem ég notaði, heldur bara það sem þið eigið. Myndi ekki beint bjóða Óla forseta í þennan mat, en þetta gerði mig sadda og hamingjusama.

20160124_173045.jpg

Efni:
Tortellini: 1/2 poki (fæst allstaðar)
Brokkolí: smá bútur
Paprika: 1/2 (ég átti gæna, gott að nota rauða, gula osfr.)
Gular baunir: Slatti (átti niðursoðnar)
Hvítlaukur: 1 geiri
Gulrætur: 1 og hálf
Sveppir: 5 stk
Tómatmauk: 1 msk (má sleppa)
krydd: pipar

Sniðugt að nota: lauk, tómata, sveppi, spínat, beikon eða nákvæmlega það sem þið viljið eða eigið. Getið þessvegna beilað alveg á grænmeti og notað bara pítsasósu og/eða beikon. Ég átti ekki ost og notaði þessvegna fetaost. Mæli með osti..

Aðferð:

  1. Sker grænmetið niður smátt og steiki á pönnu uppúr smá olíu. Bæti tómatmauki við og hræri.
  2. Á meðan: Sýð tortellini í potti (8 mín: stendur á pakka).
  3. Þegar tortellini-ið er til, slekk ég undir grænmetinu, síja vatnið frá pastanu og set útá grænmetispönnuna. Blanda saman og set í skál
  4. Ríf ost yfir, eða nota fetaost

20160124_172950

Karamellupopp (10 mín)

20160122_204449

Hef séð karamellupopp til sölu á mikinn pening, en gat búið það til sjálf á kannski 300 kall. Búin að skila lokaverkefninu mínu loksins, svo ég vildi tríta mig í döðlur yfir Harry Potter maraþoni

Efni:
Maísbaunir: 1 bolli-ish (eða örbylgjupopp eða tilbúið popp)

Karamella:
Púðursykur: 1 bolli (eða venjulegur sykur)
Rjómi: 1/2 bolli (venjulegur eða matreiðslu)
Smjör: 1 msk
Salt: eftir smekk

Aðferð:

  1. Poppa popp í potti (eða örbylgjuofni) og set til hliðar.
  2. Set púðursykur, rjóma og smjör á pönnu eða lítinn pott og kveiki á meðal háum hita
  3. Þegar allt byrjar að bráðna: hræri saman þar til bubblur myndast og karamellan er orðin brún og lyktar sjúklega vel
  4. Slekk undir og set poppið útá og hræri vel, svo karamellan þekur poppið
  5. Set á bakka eða disk og leyfi karamellunni að harðna 10-15 mín (má sleppa þessu)

20160122_204530

 

D.I.Y. Nutella

Átti ekki nutella en vildi samt súkkulaði oná brauð. Úr varð þetta líka fína skítmix

Efni:
Súkkulaði
Rjómi

Má líka nota kókosolíu eða saxa niður hnetur og setja útí til að hafa þetta hollara

Aðferð:

  1. Set súkkulaði í bolla og helli smá rjóma útá
  2. Set inní örbylgjuofn í smá stund (eða set í vatnsbað)
  3.  Tek út og hræri. Smyr á brauð

IMG_20160119_180337 (1)

“Krispí” grænmeti inní ofni

Hef gert ofnsteikt grænmeti; karteflubáta, gulrætur og fleira, sem meðlæti með öðru, alveg miljón sinnum, en náði því aldrei nógu stökku.
Ákvað að læra það loksins, svo hér er bara solid uppskrift af ofnsteiktu grænmeti, sem kvöldmatur eða meðlæti með öðru. Lykill er bara að hafa ofninn nógu heitann, ekki opna hann nema sjaldan og passa að það er pláss milli grænmetisbita

20160105_185421

Efni:
Grænmeti (t.d. karteflur, sætar karteflur, gulrætur, rósakál, laukar(með eða án hýði), rófur og endalaust..)
Olía
Salt & pipar

Aðferð:
1. Set ofnplötu inní ofn og set á 220°C
2. Sker niður grænmeti í jafn stóra bita. Set í skál með olíu, salt og pipar og velti létt uppúr
3.  Tek ofnplötu úr ofni og raða grænmetinu á, svo að ekkert snertist og allir hafa nóg pláss
4. Tjékka eftir 20 mín, velti sumu og set aftur inn, en tek svo allt út eftir 10-15 mín í viðbót,

Þegar það er komin lykt og grænmeti lúkkar tilbúið; þá er það tilbúið. Tíminn fer eftir grænmetinu 🙂

20160105_181935
Fyrir

 

20160105_185733
Eftir

Hummus!

Sá auglýsingu um veganúar og langaði að vera með. Endilega breytið og bætið uppskriftinni á alla vegu eins og ykkur langar. Ég átti ekki tahini sem er venjulega notað í hummus og fannst óþarfi að kaupa heila krukku fyrir fyrstu tilraunina mína. Ég notaði þessvegna sesamfræ og vökva af baununum og olíu í staðin. Hummusinn fær reyndar aðra áferð en mér fannst hann mjög góður. Ef þið eigið tahini, þá um að gera að nota það í staðinn, eða ekki, þið ráðið!

20160105_133632

Efni:
Kjúklingabaunir:  1 dós
Sesamfræ: 1/2 bolli
Hvítlaukur: 2 geirar
Olía: 2/3 bolli..?
Sítrónusafi: 2 msk
Krydd: salt, pipar, cummin og paprika

Má sleppa/hafa með:
Ég setti 3 sólþ. tómata útí og notaði ólíuna af þeim, því ég átti hana til og fannst hún gefa meira bragð. Líka góð hugmynd að nota olíu af fetaosti eða einhverju öðru 🙂

Aðferð:

  1. Set olíu í blandara, ásamt sesamfræjum og blanda í 6 mín
  2. Tek híðið af hvítlauknum og bæti honum útí ásamt kjúllabaunum, sítrónusafa og kryddi (og sólþurrkuðum tómötum ef þið viljið/eigið). Blanda í 7 mín
  3. Smakka og bæti meiri kryddum útí þangað til ég er sátt
  4. Smyr á ristað brauð
20160105_134308
Ristað brauð og þumall til vinstri

Lamb með rósmarín og sítrónu

Langaði í hátíðlegan mat á áramótunum í staðin fyrir þynnkubana, svo ég ákvað að elda gúrm lambalæri. Eldaði fyrir okkur Aron og fór svo með restina í sveitina til mömmu og pabba, því maturinn var það góður að ég vildi að sem flestir fengju að smakka. Uppskriftin nýtist því fyrir 4-5 manns.

20160101_193140
Lamb með brúnni sósu

Efni:

Lambalæri: 1 stk (Mitt var 1.9 kg)
Sítrónur: 2 stk (bæði börkur og safi)
Rósmarín: 2 msk
Hvítlaukur: Heilt stykki!
Olía: 6 msk
Karteflur: 3 á mann
Rósakál: 4 á mann

20160101_193129
Rósakál innan úr ofni

Marinering:

  1. Flysja börkinn af sítrónunum og saxa smátt (reyni að fá sem minnst af hvítu með berkinum). Kreisti svo safann úr báðum og set í skál með berkinum. Saxa hvítlauk og rósmarín og set í sömu skál. Bæti við 4 msk af olíu og blanda öllu saman
  2. 2. Set lambalærið í poka og helli marineringunni yfir. Vef pokanum þétt utanum og læt liggja í klukkutíma. Eftir hálftíma sný ég leggnum við

Aðferð:

  1. Velti karteflum og rósakáli uppúr olíu, pipar og smá salti og set í ofnfast mót og inní ofn á 230 °C í 20 mín
  2. Þegar lærið er búið að marinerast tek ég eldfasta mótið úr ofninum, færi karteflur og rósakál til hliðar og smelli lærinu í miðjuna. Aftur inní ofn í 20 mín
  3. Eftir þessar 20 mín, tek ég karteflur og rósakálið burt, lækka í ofninum á 150°C og set lærið eitt aftur inní ofn í klukkutíma.
  4. Eftir klullara slekk ég á ofninum, tek lærið út og læt að hvíla í 20 mín. Á meðan lærið bíður geymi ég karteflurnar og rósakálið inní ofni svo þau nái upp hlýju aftur.
  5. Geri sallat á meðan og sósu úr pakka (tekur 3 mín)
  6. Set allt á disk og nýt í botn
20160101_192348
Lamb með sósu í katli, maður reddar sér

Bláberjapönnukökur

Bjó til bláberjapönnukökur á aðfangadagsmorgunn fyrir alla fjölskylduna. Pönnsurnar eru náttúrulega sætar og auðvitað svaka góðar.. sem og fjólubláar.
Ef einhver vill hollari týpuna er bókað hægt að skipta hveiti út fyrir möndluhveiti eða annað og stekja pönnukökurnar uppúr olíu eða kókosolíu, en ég vildi hafa mínar klassískar. Ég tvöfaldaði uppskriftina og átti nóg af pönnsum fyrir 7 manns, svo einföld passar fyrir 3-4 🙂

ATH: Ég notaði ódýr afþýdd frosin bláber, því venjuleg bláber kosta handlegg.

20151224_104813

Pönnukökur:

Bláber: 1 & 1/2 bolli (afþýdd)
Banani: 1 stk
Mjólk: 3/4 bolli (notaði nýmjólk)
Egg: 1 stk
Hveiti: 1 & 3/4 bolli (getið pottþétt skipt út fyrir e-ð hollara, en ég gerði það ekki)
Salt: á hnífsoddi
Smjör: Smá (til að smyrja pönnuna, en má líka nota ólívuolíu)

20151224_112041

Aðferð:

  1. Í blandara: afhýddur banani, mjólk, egg, hveiti, salt og helmingurinn af bláberjunum. Blanda saman þar til allt hefur sömu aðferð
  2. Hræri (með trésleif, til að skemma ekki blandarann) restinni af berjunum útí
  3. Set smör á pönnu og bræði á miðlungs hita
  4. Steiki pönnsur (ein ausa í einu), á pönnunni(easy) og borða svo

Ég setti svo þeytan rjóma, pistasíuhnetur og hunang ofan á mínar.
Overdose-aði svo á rjóma og fékk illt í mallann, en svonerujólin

20151224_111742
Pönnsustafli

Pistasíu- og fíkju ís (jólaís)

Ólíkt öllum vinum mínum er ég ennþá að gera verkefni fyrir skólann og finnst ég ekki almennilega byrjuð í jólafríi. Ég tók mér loksins pásu og henti í ís sem mig hefur lengi lengi langað að prófa.
Hann var sjúklega góður og gladdi alla í sveitinni. Mun alveg örugglega halda mig við þennan ís næstu jól og búa þannig til hefð :3

Myndi aldrei kalla þennan ís súper hollan, en jólin snúast einmitt útá að leifa sér flest, sérstaklega smjör og sykur.
Ísinn var það góður að ég steingleymdi að taka myndir, svo minn er aðeins íbitinn á myndunum..

20151221_190527

Efni:

Fíkjur: 10-12 stk
Smjör: 2 msk
Púðursykur: 1/3 bolli
Sítrónusafi: 1 msk (Ég notaði nýkreistan)
Vatn: 3 msk
Mjólk: 1 og 1/4 bolli (ég notaði nýmjólk)
Rjómi: 1 og 1/4
Sykur: 1/4 bolli
Eggjarauður: 2 stk
Mascarpone: 1/2 bolli (fæst allstaðar, fékk minn í hagkaup)
Pistasíuhnetur: 1/2 bolli, grófsaxaðar

20151221_190538

Aðferð:

  1. Sker stilkinn af fíkjunum og skerið hverja í 6-8 bita
  2. Bræði smjörið á vægum hita á pönnu og bæti púðursykri útí. Hræri þangað til sykurinn er alveg bráðinn
  3. Bæti fíkjunum útí og hræri
  4. Helli sítrónusafa og vatni á pönnuna og hræri áfram. Þegar allt lýtur svipað út eins og sulta (kannski 10 mín seinna), þá slekk ég undir, tek af hellunni og læt kólna. Hræri fram að því
  5. Á annarri hellu: Hita mjólk og mascarpone saman í litlum potti. Þegar osturinn er alveg bráðinn, tek ég af hellunni og set í skál og leifi að kólna! (Plís verið þolinmóð, því ef maður er ekki þolinmóður þá fer allt í steik)
  6. Þegar mjólkurvökvinn nær líkamshita (“lukewarm”), helli ég eggjarauðum útí og hræri hratt og vel.
  7.  Bæti fíkjum og grófsöxuðu pistasíuhnetunum út í og hræri aftur vel
  8. Kæli í uþb 40 mín (ég horfði á einn Gilmore Girls, þið getið horft á annað..)
  9. Þeyti rjómann í annarri skál
  10. Næ í fíkju-dæmið úr ísskápnum (eða af svölunum) og hræri rjómann varlega útí með sleif þar til allt er vel blandað saman
  11. Helli í eldfast mót (eða gamalt ísbox) og nýt þess að borða ísinn daginn eftir.

Ég bræddi svo suðusúkkulaði og setti útá ísinn ásamt pistasíuhnetum

20151221_190549