Karamellupopp (10 mín)

20160122_204449

Hef séð karamellupopp til sölu á mikinn pening, en gat búið það til sjálf á kannski 300 kall. Búin að skila lokaverkefninu mínu loksins, svo ég vildi tríta mig í döðlur yfir Harry Potter maraþoni

Efni:
Maísbaunir: 1 bolli-ish (eða örbylgjupopp eða tilbúið popp)

Karamella:
Púðursykur: 1 bolli (eða venjulegur sykur)
Rjómi: 1/2 bolli (venjulegur eða matreiðslu)
Smjör: 1 msk
Salt: eftir smekk

Aðferð:

  1. Poppa popp í potti (eða örbylgjuofni) og set til hliðar.
  2. Set púðursykur, rjóma og smjör á pönnu eða lítinn pott og kveiki á meðal háum hita
  3. Þegar allt byrjar að bráðna: hræri saman þar til bubblur myndast og karamellan er orðin brún og lyktar sjúklega vel
  4. Slekk undir og set poppið útá og hræri vel, svo karamellan þekur poppið
  5. Set á bakka eða disk og leyfi karamellunni að harðna 10-15 mín (má sleppa þessu)

20160122_204530

 

Popp

Ég er ennþá föst í jólamönsinu og las einhvers staðar fyrir löngu að popp er með því hollara sem maður getur mönsað, svo ég hef verið að gúffa í mig poppi síðustu kvöld. Ég á ekki örbylgjuofn svo ég poppa alltaf í potti, en það er mjög auðvelt og ekki jafn mikið smjör og allskonar dót í því sem fæstir vita hvernig á að bera fram.

Popp
Popp

Efni:
Maísbaunir
Olía (má vera ólívu-, repju-, ísíóolía eða nánast hvað sem er)
Salt

Aðferð:
1. Set botnfylli af olíu í pott (1-2 mm þykkt), ásamt smá salti og helli botnfylli af maísbaunum útí. Set lok á pottinn.
2. Stylli á frekar hátt hitastig og þegar popp hljóð byrja að heyrast hreyfi ég pottinn til og frá(ennþá með lokið á) þangað til popphljóðin eru hætt. En það tekur um 2 mín
3. Slekk undir og set popp í skál. Salta meira ef þörf krefur

ATH: Ég á lítinn pott úr ikea, svo ef þið eigið stóran pott: notið þá minni olíu og baunir.. Nema þið viljið flóð af poppi, það er líka allt í lagi

Flóð af poppi
Flóð af poppi