Lamb með rósmarín og sítrónu

Langaði í hátíðlegan mat á áramótunum í staðin fyrir þynnkubana, svo ég ákvað að elda gúrm lambalæri. Eldaði fyrir okkur Aron og fór svo með restina í sveitina til mömmu og pabba, því maturinn var það góður að ég vildi að sem flestir fengju að smakka. Uppskriftin nýtist því fyrir 4-5 manns.

20160101_193140
Lamb með brúnni sósu

Efni:

Lambalæri: 1 stk (Mitt var 1.9 kg)
Sítrónur: 2 stk (bæði börkur og safi)
Rósmarín: 2 msk
Hvítlaukur: Heilt stykki!
Olía: 6 msk
Karteflur: 3 á mann
Rósakál: 4 á mann

20160101_193129
Rósakál innan úr ofni

Marinering:

  1. Flysja börkinn af sítrónunum og saxa smátt (reyni að fá sem minnst af hvítu með berkinum). Kreisti svo safann úr báðum og set í skál með berkinum. Saxa hvítlauk og rósmarín og set í sömu skál. Bæti við 4 msk af olíu og blanda öllu saman
  2. 2. Set lambalærið í poka og helli marineringunni yfir. Vef pokanum þétt utanum og læt liggja í klukkutíma. Eftir hálftíma sný ég leggnum við

Aðferð:

  1. Velti karteflum og rósakáli uppúr olíu, pipar og smá salti og set í ofnfast mót og inní ofn á 230 °C í 20 mín
  2. Þegar lærið er búið að marinerast tek ég eldfasta mótið úr ofninum, færi karteflur og rósakál til hliðar og smelli lærinu í miðjuna. Aftur inní ofn í 20 mín
  3. Eftir þessar 20 mín, tek ég karteflur og rósakálið burt, lækka í ofninum á 150°C og set lærið eitt aftur inní ofn í klukkutíma.
  4. Eftir klullara slekk ég á ofninum, tek lærið út og læt að hvíla í 20 mín. Á meðan lærið bíður geymi ég karteflurnar og rósakálið inní ofni svo þau nái upp hlýju aftur.
  5. Geri sallat á meðan og sósu úr pakka (tekur 3 mín)
  6. Set allt á disk og nýt í botn
20160101_192348
Lamb með sósu í katli, maður reddar sér

Hægeldaðir lambaskankar

Fengum gamla fjölskyldu-uppskrift af hægelduðum lambaskönkum sem var geggjuð. Þarf lítinn undirbúning en tæpa 2 tíma í malli, en þá getur maður nýtt tíman og lært heima.. eða horft á netflix.
Best að nota frekar stóra pönnu eða djúpan pott. Ég eldaði þetta aftur stuttu seinna fyrir mömmu og pabba og bætti við einhverju sem ég fann í ísskápnum: gulrótum, sellerí og fleiru sem ég saxaði. Það kom sjúklega vel út.

Meir lambaskanki með sallati
Lambaskanki með salati

Efni (ATH: fyrir 4, svo það er upplagt að bjóða vinum í fínan fjölskyldumat <3)
Skankar: 4 (2 í pakka kosta 1100 kall)
Olía: 2 msk
Laukur: 1
Tómatar: 2
Sveppir: 250 gr
Hvítlaukur: 4 geirar
Tómatpúrra: 2 litlar dollur
Soð: (1 kjötkraftur og 500 mL af sjóðandi vatni hrært saman. Ekki flóknara en það)
Rauðvín: 200 mL (getið keypt litla ódýra-ish flösku)
Krydd: 2 tsk. af rósmarín og timian, 2 lárviðarlauf (heill poki kostar 90 kall)

Omnom
Omnom

Aðferð:
1. Brúna skankana á öllum hliðum í pönnu eða potti og kjötið svo tekið af
2. Laukur og hvítlaukur saxaðir og settir á pönnuna með olíu og allt látið malla þar til laukurinn er glær.
3. Kjötið sett aftur á pönnuna og tómötum(skornir smátt), soði og rauðvíni bætt útá. Hitað að suðu svo kryddað. Hitinn lækkaður í meðal hita. Látið malla í 1 1/2 tíma
4. Sveppum(skornir í helminga) bætt útá (og gulrótum og fleira dóti ef þið notið það). Látið malla í hálftíma
5. Kjötið tekið uppúr, hitinn hækkaður og sósan látin bobbla vel í 5-10 mín(svo hún þykkni).
6. Kjöt sett á diska og sósan ofaná.

Mikil sósa
Mikil sósa

Það er líka kjörið að búa til katteflumús ef þið nennið í þennan hálftíma rétt eftir að sveppunum var bætt útí 🙂