“Krispí” grænmeti inní ofni

Hef gert ofnsteikt grænmeti; karteflubáta, gulrætur og fleira, sem meðlæti með öðru, alveg miljón sinnum, en náði því aldrei nógu stökku.
Ákvað að læra það loksins, svo hér er bara solid uppskrift af ofnsteiktu grænmeti, sem kvöldmatur eða meðlæti með öðru. Lykill er bara að hafa ofninn nógu heitann, ekki opna hann nema sjaldan og passa að það er pláss milli grænmetisbita

20160105_185421

Efni:
Grænmeti (t.d. karteflur, sætar karteflur, gulrætur, rósakál, laukar(með eða án hýði), rófur og endalaust..)
Olía
Salt & pipar

Aðferð:
1. Set ofnplötu inní ofn og set á 220°C
2. Sker niður grænmeti í jafn stóra bita. Set í skál með olíu, salt og pipar og velti létt uppúr
3.  Tek ofnplötu úr ofni og raða grænmetinu á, svo að ekkert snertist og allir hafa nóg pláss
4. Tjékka eftir 20 mín, velti sumu og set aftur inn, en tek svo allt út eftir 10-15 mín í viðbót,

Þegar það er komin lykt og grænmeti lúkkar tilbúið; þá er það tilbúið. Tíminn fer eftir grænmetinu 🙂

20160105_181935
Fyrir

 

20160105_185733
Eftir

Leave a comment