Karamellupopp (10 mín)

20160122_204449

Hef séð karamellupopp til sölu á mikinn pening, en gat búið það til sjálf á kannski 300 kall. Búin að skila lokaverkefninu mínu loksins, svo ég vildi tríta mig í döðlur yfir Harry Potter maraþoni

Efni:
Maísbaunir: 1 bolli-ish (eða örbylgjupopp eða tilbúið popp)

Karamella:
Púðursykur: 1 bolli (eða venjulegur sykur)
Rjómi: 1/2 bolli (venjulegur eða matreiðslu)
Smjör: 1 msk
Salt: eftir smekk

Aðferð:

  1. Poppa popp í potti (eða örbylgjuofni) og set til hliðar.
  2. Set púðursykur, rjóma og smjör á pönnu eða lítinn pott og kveiki á meðal háum hita
  3. Þegar allt byrjar að bráðna: hræri saman þar til bubblur myndast og karamellan er orðin brún og lyktar sjúklega vel
  4. Slekk undir og set poppið útá og hræri vel, svo karamellan þekur poppið
  5. Set á bakka eða disk og leyfi karamellunni að harðna 10-15 mín (má sleppa þessu)

20160122_204530