D.I.Y. Nutella

Átti ekki nutella en vildi samt súkkulaði oná brauð. Úr varð þetta líka fína skítmix

Efni:
Súkkulaði
Rjómi

Má líka nota kókosolíu eða saxa niður hnetur og setja útí til að hafa þetta hollara

Aðferð:

  1. Set súkkulaði í bolla og helli smá rjóma útá
  2. Set inní örbylgjuofn í smá stund (eða set í vatnsbað)
  3.  Tek út og hræri. Smyr á brauð

IMG_20160119_180337 (1)

Hnetusmjörs/nutella smákökur á 8 mín

Var með kreiv í eitthvað sætt svo ég henti í smákökur. Tóku max 15 mín að búa til og baka og.. borða. Uppskriftin gæti heldur ekki verið auðveldari og ég átti allt til í þeir heima. Næs

Kökur
Kökur!

Efni:
Hnetusmjör 1/2 bolli (ég notaði 50/50 hnetusmjör og nutella 🙂 )
Egg: 1
Sykur: 1 msk (má í rauninni sleppa, því hitt er svo mega sætt)
Haframjöl (eða einhverskonar múslí): 1 bolli
Vanilludropar: 1 tsk
salt: pínkupons

Fyrir ofn
Fyrir ofn
Kökur eftir ofn
Kökur eftir ofn

Aðferð:

Forhita ofn í 175 °C
1. Hræri öllu saman, nema haframjölinu/múslíinu
2. Bæti haframjöli/múslíi saman við og hræri
3. Set inní ofn og hef þar í 8 mín
4. Tek út og borða

20150508_130227

Ofur einfaldur eftirréttur

Mig dauðlangar oft í eitthvað sætt eftir kvöldmat og líka bara á daginn. Svo hér er tveggja efna uppskrift af sætu millimáli eða eftirrétt til að borða fyrir framan sjónvarpið.
Auðvitað má nota aðra ávexti í staðin fyrir epli; t.d. vínber: sem er mega gott, því þá verða hlutföllinn oftast 50/50 af ávexti og súkkulaði.

Það er líka hægt að nota hnetusmjör í staðin fyrir súkkulaðismjör; fékk mér oft þannig í sumar áður en ég fór út að hlaupa 🙂

Omnom
Omnom

Efni:
Epli
Nutella, Nusco eða annað súkkulaðismjör

Aðferð;
1. Sker niður epli og skúbba súkkulaðismjöri á bátana með teskeið. Tilbúið!

20141023_180455

Hollar smá-pönnukökur

Ég bjó til þessar pönnukökur í gærmorgun og þær tóku mig svona 1 mín í undirbúningi og svo 5 mín að steikja og svo fór restin af deginum í að kreiva í meira af þeim.

Pönnukökur með hnetusmjöri, nutella og sultu

Innihald:
2 bananar
2 egg
kanill
smá salt
+ Ef degið er of blautt þá er kjörið að setja annan banana, en ég setti aðeins af haframjöli í mínar. Það var gott

Pönnukaka með hnetusmjöri og apríkósusultu
Pönnukaka með hnetusmjöri og apríkósusultu

1. Stappaði bananana
2. Braut eggin í skál, hrærði þau saman og bætti banananum útí, ásamt aðeins af kanil(sem má sleppa) og salti. 
3. Steikti allt á pönnu á meðalhita upp úr smjöri*
4. Setti Nutella, hnetusmjör og sultu á mínar, en ávextir, rjómi eða ostur virka alveg jafn vel. 

* Í uppskriftinni sem Einar vinur minn sendi mér, þá steikti hann sínar upp úr kókosfeiti, en því ég á hana ekki þá notaði ég smjör 🙂
Takk Einar!

20140816_101936
Pönnukökur í góðu tjilli

 

Mini-bananalokur

20140808_190831
Bananar á góðri stund

Ég fór í mat til vinkonu minnar um daginn* og fékk þar þennan frábæra eftirrétt, sem ég gerði svo aftur heima hjá mér seinna því hann er alltof góður. Þetta er ótrúlega einfalt og mega gott. Einnig er hægt að búa hann til þegar ofnar og hellur virka ekki! en þá væri samt betra að hafa örbylgjuofn..

Efni:
2 bananar
2 súkkulaðiplötur
Hnetusmjör

20140808_190450
Bananalokur

1. Sker banananana í skífur, en ekki of þunnar(um hálfan cm) og set á disk
2. Set uþb. hálfa tekseið af hnetusmjöri ofaná hverja skífu
3. Set aðra bananaskífu ofaná hnetusmjörið(nú myndast pínulítil bananasamloka) og ýti aðeins ofaná
4. Tek bráðna súkkulaðið og læk drjúpa ofan á hvern banana svo hann hylst að mestu leiti
5. Smelli öllu inní frysti eins lengi og ég nenni að bíða(helst 10 mín)
6. Tek úr frysti og kroppa í mig beint af diskinum

20140808_193513
Tilbúnir til átu

+ Ef þið eigið nutella, eins og mig grunar að fullt af námsmönnum eigi, þá virkar það pottþétt í staðin fyrir bráðnu súkkulaði plöturnar. Ég myndi samt frekar mæla með plötunum 🙂

*Þessi uppskrift er því í boði Rebeccu. Takk kærlega fyrir að leifa mér að nota hana :3