“Krispí” grænmeti inní ofni

Hef gert ofnsteikt grænmeti; karteflubáta, gulrætur og fleira, sem meðlæti með öðru, alveg miljón sinnum, en náði því aldrei nógu stökku.
Ákvað að læra það loksins, svo hér er bara solid uppskrift af ofnsteiktu grænmeti, sem kvöldmatur eða meðlæti með öðru. Lykill er bara að hafa ofninn nógu heitann, ekki opna hann nema sjaldan og passa að það er pláss milli grænmetisbita

20160105_185421

Efni:
Grænmeti (t.d. karteflur, sætar karteflur, gulrætur, rósakál, laukar(með eða án hýði), rófur og endalaust..)
Olía
Salt & pipar

Aðferð:
1. Set ofnplötu inní ofn og set á 220°C
2. Sker niður grænmeti í jafn stóra bita. Set í skál með olíu, salt og pipar og velti létt uppúr
3.  Tek ofnplötu úr ofni og raða grænmetinu á, svo að ekkert snertist og allir hafa nóg pláss
4. Tjékka eftir 20 mín, velti sumu og set aftur inn, en tek svo allt út eftir 10-15 mín í viðbót,

Þegar það er komin lykt og grænmeti lúkkar tilbúið; þá er það tilbúið. Tíminn fer eftir grænmetinu 🙂

20160105_181935
Fyrir

 

20160105_185733
Eftir

Ylríkar og ofur auðveldar lava-kökur

Ég fann fullkomna uppskrift af súkkulaði-lava kökum en súkkulaði fylling lekur út þegar þær eru skornar. Ég baka örsjaldan því mér finnst ekki gaman að mæla allt nákvæmlega, en þessi uppskrift er fljótleg og rosa góð. Hægt er að nota bæði muffins-form úr stáli, og þá koma fimm litlar kökur, eða tvær litlar glerskálar og baka þá tvær kökur.
ATH: EKki fylla formin alveg af deigi heldur bara um 3/4, annars fer allt útum allt

20150214_233605

Efni:
2 msk smjör
2 msk sykur (ég notaði púðursykur)
2 egg
2 msk hveiti
110 gr. súkkulaði (ég fann bara daim súkkulaði-plötu svo ég notaði það)
Salt: örlítið

Tilbúin kaka
Tilbúin kaka

Aðferð:
1. Stylli ofninn á 220°C og smyr kökurformin með aðeins af smjöri.
2. Hræri smjöri og sykri saman í vél eða í höndunum þangað til blandan verður mjúk og laus við allra hnökra og kekki
3. Bræði súkkulaði: annaðhvort á skál í potti eða í örbylgjuofni
4. Bæti eggjum útí smjörblönduna (á meðan súkkulaðið bráðnar) og hræri vel, eða þar til blandan freiðir pínulítið
5. Bæti hveitinu útí blönduna og hræri vel, bæti við um 1/8 tsk af salti
6. Bæti ca. 1/3 af súkkulaðinu út í blönduna og hræri rólega saman með sleif
6. Hræri restinni af súkkulaðinu við svo blandan hafi samfelldan lit
7. Helli blöndunni í formin og set inní ofn. Ef lítil möffins stál-form eru notuð þá eiga kökurnar að vera inni í um 6 mín. Ef notaðar eru litlar glerskálar eru kökurnar inní í u.þ.b. 11 mín
8. Tek útúr ofni: en toppurinn á kökunni á að vera aðeins eftirgefanlegur en samt bakaður. Sný formunum við og lem aðeins í botninn á forminu svo kakan dettur úr.
9. Læt kökurnar standa í 5 mín og ber svo fram með ís, súkkulaðisósum eða berjum. Eða bara öllu saman.

Þrjár saman í klessu
Súkkulaðikökubomba

BBQ kjúklingabitar úr 3 hráefnum

Súper auðveld uppskrift sem hægt er að nota á læri, vængi, blandaða kjúklingabita og örugglega heilan kjúlla líka

BBQ kjúllabitar
BBQ kjúllabitar

Efni:
Kjúklingarbitar (6-12)
BBQ sósa: 3 bollar
Hvítlaukur: 1-2 rif
Olía: dass (til þess að smyrja form)

Ég átti ekki nóg af BBQ, svo ég bætti við tómatsósu(1 bolli) og púðursykri(1/2 msk) í staðin. Ég setti svo aðeins af hunangi og chili mauki því ég átti það til. Í rauninni má eiginlega blanda hvaða sætu og sterku sem ykkur dettur i hug við. Marmelaði virkar líka; mjög líbó uppskrift.

Kjötið losnar auðveldlega frá beinum
Kjötið losnar auðveldlega frá beinum

Aðferð:
1. Stylli ofn á 200°C, smyr eldfast mót með olíu og set kjúklingabitana í það. Allt fer inni ofn í 25 mín.
2. Helli BBQ sósu í pott og ríf hvítlaukinn útí. Ef þið notið önnur innihöld þá blandið því útí hér! Læt hitna í gegn og slekk svo undir.
3. Tek kjulla úr ofni (eftir 25 mín) og smyr með sósunni: bæði efri og neðri hliðar. Set aftur inní ofn í 7 mín
4. Tek aftur út og smyr aftur efri og neðri hluta. Set inní ofn í 7 mín.
5. Geri alveg það saman: aftur inn í 7
6. Smyr sósu á í síðasta skipti og hækka í 220°C í síðustu 7-10 mín.
7. Slekk á ofni og tek allt út. Leyfi kjúllanum að standa í 10 mín.

Leyfi að standa svo þeir verði safaríkari
Leyfi að standa svo þeir verði safaríkari

Bitarnir bragðast líka mjög vel kaldir eða heitir daginn eftir.. eða daginn eftir það

Lambafille með karteflumús og brúnni sósu

Fór í heimsókn til ömmu og hún vildi endilega gefa mér eitthvað, svo ég fékk frosið lambafille sem var geðveikt. Ég hafði aldrei eldað fille áður svo ég prófaði mig áfram og úr varð frábær máltíð. Myndi klárlega mæla með henni í matarboðum, því hún er líka frekar fancy. Uppskriftin er fyrir tvo:

20150202_182247
Lambafille með mús, sósu og salati

Innihald:
Lambafille (Minn pakki var 400 gr. eða tveir bitar)
Krydd: Ég fékk BBQ krydd úr tiger sem ég mæli klárlega með, annars virkar salt og pipar líka
Olía: 1 msk

Aðferð:
1. Krydda kjötið vel og smyr með olíu. Geymi í poka/diski í 1-2 tíma. Ef þið hafið ekki tíma þá má sleppa þessu skrefi, en kryddið þá kjötið vel í staðin.
2. Steiki kjötið í 10 mín á öllum hliðum til skiptis. Passið að pannan sé heit áður en þið setjið kjötið á. Það á að snarka í kjötinu þegar það er sett útá.
3. Set kjötið á fat og inn í ofn á 170°C í 30 mín

Köd
Köd

Á meðan kjötið er inní ofni bý ég til karteflumús:

Innihald:
Karteflur: 3 á mann
Gulrætur: 3 (má sleppa, ég vildi bara nota mínar)
Smjör: 1/2 msk
Mjólk: 2 msk.

Aðferð:
1. Sýð karteflur og gulrætur í potti(15-20  mín)
2. Helli vatninu af og bæti við mjólk og smjöri og stappa allt saman í pottinum. (Ég notaði karteflu-stappara, en gaffall og töfrasproti virkar líka).
3. Salta og pipra

Sósa:
1. Fylgi innihaldslýsingu á pakka. Ég notaði brúna sósu úr IKEA, en flestar aðrar gerðir virkar vel

20150202_182301
Partý á diski

+ Áður en ég byrja að borða og set allt á diska, þá væri mjög sniðugt að leyfa kjötinu að standa í 10 mín eða svo. Það gerir kjötið í alvöru miklu betra 🙂
+ Það má endilega nota sæta karteflu í karteflumúsina eða t.d. blómkál. Mæli líka með að strá yfir ferskri steinsselju.
+ Ég nenni voða sjaldan að taka hýði af karteflum, en auðvitað er það líka gott. Þá er það gert áður en öllu er stappað saman 🙂

Brauð með bökuðum baunum og osti

Rifjaði upp klassíska máltíð sem ég fékk oft þegar ég var lítil. Tekur engan tíma, er súper auðvelt og inniheldur fullt af prótínum og kolvetnum. Sem sagt: fullkominn réttur þegar ekkert er til og allur peningurinn farinn í jólagjafir 🙂

Spælt egg og bakað brauð
Spælt egg og bakað brauð

Efni:
Brauð: 2-3 sneiðar á mann
Bakaðar baunir: 1 dós
Ostur: 3-4 sneiðar á hverri sneið
Egg: 1-2 á mann

1. Hita ofninn í 180°C og smelli 1-2 msk. af bökuðum baunum á hverja brauðsneið og dreifi úr
2. Sker sneiðar af osti og set ofaná brauðsneiðarnar
3. Set sneiðarnar á brauðið á bökunarplötu og inní ofn í um 10 mín eða þar til osturinn er bráðinn og aðeins brúnn.
4. Meðan allt er inní ofni er kjörið að steikja egg með og hafa til hliðar

20150102_175001
Þessi mynd er alveg eins og hin

1 kjúklingur = 3 mismunandi máltíðir

Keypti heilan kjúkling um daginn á 850 kall og hann entist í þrjár mismunandi máltíðir! Fyrsta máltíðin var matarmikil og bæði lærin og vængirnir kláruðust, sem og grænmeti innan úr ofni. Í seinni máltíðina notaði ég bringurnar, en Aron hafði stolist í part af einni þeirra svo ég notaði 1 og hálfa 🙂
Síðasta máltíðin var kjúklingasalat sem ég tók með mér í skólan, en salatið gaf mér orku til þess að endast út prófabugunina.
Hér eru semsagt máltíðirnar sem kostuðu alveg mjög lítið 🙂

Heill kjúklingur inni í ofni:

20141129_194105
Heill kjúklingur með sítrónu, timian, kerteflum og lauk

Efni:
Heill kjúklingur (Bæði lærin og vængirnir kláruðust)
Karteflur: 3 á mann, skornar í 4 bita hver
Sítróna: heil
Laukur: 3 skalottulaukar eða 1 venjulegur skorin í 4 hluta
Hvítlaukur; 3 geirar, best að hafa þá heila
Olía
Krydd: Salt, pipar og (helst ferskt-) Timian
Salat: ferskir tómatar og klettasalat

Aðferð:
1. Smurði kjúllan með olíu og kryddaði með pipar og salti. Stakk sítrónuna ca. 10 sinnum og setti hana heila innan í kjúllan ásamt hvítlauknum og fullt af timian.
2. Set kjuklinginn í fat með karteflum og lauk. Ef þið notið skallottulauk hafið þá hýðið utanum meðan þeir eldast! Það er geðbilað gott því þá fær hann meira bragð, takið svo hýðið utanaf þegar þið borðið 🙂
3. Set allt inní ofn í á 200°C í 40 mín, lækka svo í 175°C í aðrar 30-40 mín
4. Set á disk og hef klettasalt og kirsuberjatómata til hliðar

20141129_200035

Kjúklingur á pönnu með sveppum og cous cous (Báðar bringurnar):
Efni:
Kjúklingabringur:1-2
Sveppir; 5-7
Couscous: 1 bolli
Krydd: pipar

Aðferð:
1. Steiki sveppi á pönnu uppúr smá olíu og pipra svo
2. Sker bringurnar í bita og set útá pönnuna
3. Undirbý couscous eins og stendur á pakka
4. Set á disk og borða, bæti tómötum og gúrkubitum við

20141130_182248

Kjúklingasalat
Efni: Rest af kjúklingi: allt kjöt af beinunum
Kínakál(eða annað): 2 lúkur skornar smátt
Paprika: 1/2
Tómatur: 1
Gúrka: 1/4 hluti
Fetaostur: tvær skeiðar, endilega hafið aðeins af olíunni með!
Furuhnetur(má sleppa)

Aðferð:
1. Kroppa allt kjöt af kjúklinginum(persónulega finnst mér þetta langbesta kjötið!)
2. Sker allt grænmeti smátt og set allt saman í skál

KJúklingasalat með eiginlega öllu grænmeti sem ég fann heima
KJúklingasalat með eiginlega öllu grænmeti sem ég fann heima

+ Mér finnst frábært að setja aðeins dijon sinnep með og edik, en það er ekki nauðsyn. Auðvitað má líka hafa hvaða grænmeti sem er í þessu salati og sleppa því sem þið viljið. Ef þið eigið olívur eða sólþurrkaða tómata er t.d. gott að setja það með.

Kjúklingur í ofni m/rótargrænmeti

Fékk gefins kjúlla og ákvað að gera fyrirhafnalítinn kjúklingarétt í ofni. Uppskriftin er mjög passleg fyrir þrjá 🙂

Dat Booty
Dat Booty

Efni:
Kjúklingur; ég notaði heilan afþýddan. Bitar virka pottþétt líka
5 Karteflur
Hálf sæt kartefla
3 Gulrætur
1 Laukur
Gular baunir(afgangur úr dós síðan um daginn)
Krydd: Oregano, paprika og pipar

20140825_194941
Komið úr ofni

1. Skar allt grænmeti í svipað stóra báta/bita og setti í form
2. Setti kjúllann í sama form, dreifði olíu yfir allt, ásamt kryddi
3. Setti allt inní ofn á 230°C í 15 mín og lækkaði svo í 180°C í alveg 50 mín. Því lengur því betra

Ofnbakað grænmeti
Ofnbakað grænmeti

-Ég átti 3 strimla eftir af beikoni sem ég smellti ofaná kjúllann. Það kom mjg vel út, feta ostur gæti líka verið mega gott

-Ég skar svo bara kjúllan og setti á disk. Hack n’ slash aðferðin virkaði best hjá mér því ég var svöng og vildi borða strax