Bláberjapönnukökur

Bjó til bláberjapönnukökur á aðfangadagsmorgunn fyrir alla fjölskylduna. Pönnsurnar eru náttúrulega sætar og auðvitað svaka góðar.. sem og fjólubláar.
Ef einhver vill hollari týpuna er bókað hægt að skipta hveiti út fyrir möndluhveiti eða annað og stekja pönnukökurnar uppúr olíu eða kókosolíu, en ég vildi hafa mínar klassískar. Ég tvöfaldaði uppskriftina og átti nóg af pönnsum fyrir 7 manns, svo einföld passar fyrir 3-4 🙂

ATH: Ég notaði ódýr afþýdd frosin bláber, því venjuleg bláber kosta handlegg.

20151224_104813

Pönnukökur:

Bláber: 1 & 1/2 bolli (afþýdd)
Banani: 1 stk
Mjólk: 3/4 bolli (notaði nýmjólk)
Egg: 1 stk
Hveiti: 1 & 3/4 bolli (getið pottþétt skipt út fyrir e-ð hollara, en ég gerði það ekki)
Salt: á hnífsoddi
Smjör: Smá (til að smyrja pönnuna, en má líka nota ólívuolíu)

20151224_112041

Aðferð:

  1. Í blandara: afhýddur banani, mjólk, egg, hveiti, salt og helmingurinn af bláberjunum. Blanda saman þar til allt hefur sömu aðferð
  2. Hræri (með trésleif, til að skemma ekki blandarann) restinni af berjunum útí
  3. Set smör á pönnu og bræði á miðlungs hita
  4. Steiki pönnsur (ein ausa í einu), á pönnunni(easy) og borða svo

Ég setti svo þeytan rjóma, pistasíuhnetur og hunang ofan á mínar.
Overdose-aði svo á rjóma og fékk illt í mallann, en svonerujólin

20151224_111742
Pönnsustafli

Leave a comment