Grænmetisbaka

Mjög hentugt fyrir afganga eða þegar maður á sitt lítið af hverju. Hægt að nota bara grænmeti eða bæta við forelduðum kjúlla eða öðru. Líka fínt að nota niðursoðinn mat eins og grænar baunir eða maís. Ég á án efa eftir að gera þessa böku milljón sinnum og prófa eitthvað nýtt í hvert skipti. Passið bara að nota ekki of mikinn vökva, því þá getur deigið orðið soggy..

20160125_184511

Efni:
Smjördeig: 2 plötur (keypti frosið í krónunni á lítið). Líka snilld að nota tilbúið pítsadeig!
Blómkál: 1 haus
Brokkolí: 1 haus
Ostur: slatti (kannski 1/3?)
Rjómaostur: lítill pakki (250 gr.)
Krydd: salt og pipar

Svo bara gó kreisí með það sem þið eigið..

20160125_184645.jpg

Aðferð:

  1. Sýð blómkál og brokkolí í potti í 5-10 mín, á ekki að vera soðið í gegn. Helli vatninu svo af, búta grænmetið niður smátt og set til hliðar.
  2. Flet út smjördeigið (ég nota vínflösku, gott að nota kökukefli) svo það passi í form. Þarf alls ekki að vera nákvæmt!
  3. Set deigið í ofnfast form.
  4. Í litlum potti: bræði ost og rjómaost. Þegar allt er bráðið set ég grænmetið útí og hræri, salta og pipra.
  5. Helli öllu í ofnmótið og bretti deigið yfir ef hægt. Dreifi svo rifnum osti ofaná og pipra aftur
  6. Set inní ofn í 220°C í 20 mín

“Krispí” grænmeti inní ofni

Hef gert ofnsteikt grænmeti; karteflubáta, gulrætur og fleira, sem meðlæti með öðru, alveg miljón sinnum, en náði því aldrei nógu stökku.
Ákvað að læra það loksins, svo hér er bara solid uppskrift af ofnsteiktu grænmeti, sem kvöldmatur eða meðlæti með öðru. Lykill er bara að hafa ofninn nógu heitann, ekki opna hann nema sjaldan og passa að það er pláss milli grænmetisbita

20160105_185421

Efni:
Grænmeti (t.d. karteflur, sætar karteflur, gulrætur, rósakál, laukar(með eða án hýði), rófur og endalaust..)
Olía
Salt & pipar

Aðferð:
1. Set ofnplötu inní ofn og set á 220°C
2. Sker niður grænmeti í jafn stóra bita. Set í skál með olíu, salt og pipar og velti létt uppúr
3.  Tek ofnplötu úr ofni og raða grænmetinu á, svo að ekkert snertist og allir hafa nóg pláss
4. Tjékka eftir 20 mín, velti sumu og set aftur inn, en tek svo allt út eftir 10-15 mín í viðbót,

Þegar það er komin lykt og grænmeti lúkkar tilbúið; þá er það tilbúið. Tíminn fer eftir grænmetinu 🙂

20160105_181935
Fyrir

 

20160105_185733
Eftir