Súkkulaðibitakökur

Fékk ótrúlegt kreiv í súkkulaði, eins og gerist beisikklí á mánaðarfresti og ákvað að baka. Gerði frekar litla uppskrift en náði samt ekki að klára allar kökurnar, svo þetta hentar 2-3.
Líka fullkomið að henda í smákökur í þessu veðri því það er ekki mjög spennandi að kíkja út

20160203_211841

Efni:

Smjör: 4 msk (Virkar að setja kókosolíu í staðin, ég notaði 1 msk því smörið kláraðist)
Sykur: 1 bolli (ég notaði púðursykur)
Egg: 1 stk
Hveiti: 1 bolli
Kakó: 70 ml (ég notaði swiss miss fyrst. Það Virkar Ekki. Notið kakó).
Súkkulaði: 1 bolli (ég notaði suðusúkkulaði, getið notað m&m eða hvítt súkkulaði eða annað)
Lyftiduft: 1/2 tsk
Salt: smá

Ég ætlaði að bæta hnetum við til þess að hafa uppskriftina “hollari” en það gleymdist..

20160203_211745

Aðferð:

  1. Hita ofn í 175 °C
  2. Hræri sykri og smjöri vel saman
  3. Brýt eggið útí og hræri betur og lengur
  4. Hræri hveiti, kakó, lyftidufti og salti smátt og smátt útí
  5. Saxa súkkulaði mjög gróflega og hræri útí
  6. Baka inní ofni í 8-9 mín, tek út og leifi að kólna

Ég hafði ekki sjálfsstjórn í að leifa kökunum að kólna og það virkaði bara fínt. Mæli svo með mjólkurglasi til hliðar. Ef einhver hefur laktósaóþol eða fílar ekki mikið af smjöri, þá er hægt að skipta því út fyrir kókosolíu og nota dökkt súkkulaði í staðin fyrir mjólkursúkkulaði

20160203_211723

Leave a comment