Karamellupopp (10 mín)

20160122_204449

Hef séð karamellupopp til sölu á mikinn pening, en gat búið það til sjálf á kannski 300 kall. Búin að skila lokaverkefninu mínu loksins, svo ég vildi tríta mig í döðlur yfir Harry Potter maraþoni

Efni:
Maísbaunir: 1 bolli-ish (eða örbylgjupopp eða tilbúið popp)

Karamella:
Púðursykur: 1 bolli (eða venjulegur sykur)
Rjómi: 1/2 bolli (venjulegur eða matreiðslu)
Smjör: 1 msk
Salt: eftir smekk

Aðferð:

  1. Poppa popp í potti (eða örbylgjuofni) og set til hliðar.
  2. Set púðursykur, rjóma og smjör á pönnu eða lítinn pott og kveiki á meðal háum hita
  3. Þegar allt byrjar að bráðna: hræri saman þar til bubblur myndast og karamellan er orðin brún og lyktar sjúklega vel
  4. Slekk undir og set poppið útá og hræri vel, svo karamellan þekur poppið
  5. Set á bakka eða disk og leyfi karamellunni að harðna 10-15 mín (má sleppa þessu)

20160122_204530

 

Piparmintukakó og Karamellukakó

Bauð vinkonum mínum í kakó því ég nennti ekki að læra. Mig hefur líka lengi langað að prófa að gera öðruvísi en bara beisik kakó, svo úr varð súper kósý læripása

12335896_913893092033952_228535797_n

Piparmintukakó:

Efni:
Pipp mintu-súkkulaði: 2 plötur (ég notaði eina ljósa og eina dökka, afþvíbara)
Síríus súkkulaði: 3 lengjur úr plötu
Mjólk: 1 lítri

Aðferð:
1. Hita mjólk upp að suðu
2. Brýt súkkulaði í pott eða skál og helli heitri mjólkinni smám saman úta. Hræri á meðan
3. Þegar allt súkkulaðið er bráðið, helli ég í bolla og bæti rjóma og súkkulaðispænum ofaná

12319542_913892918700636_89462737_n

Karamellukakó:

Efni:
Pipp karamellu-súkkulaði: 2 plötur
Síríus súkkulaði: 4 lengjur af einni plötu
Mjólk: 1 lítri

Aðferð (nákvæmlega eins og fyrir ofan):
1. Hita mjólk upp að suðu
2. Brýt súkkulaði í pott eða skál og helli heitri mjólkinni smám saman úta og hræri á meðan
3. Þegar allt súkkulaðið er bráðið, helli ég í bolla og bæti rjóma og súkkulaðispænum ofaná

12309026_913893125367282_1401970512_n