“Krispí” grænmeti inní ofni

Hef gert ofnsteikt grænmeti; karteflubáta, gulrætur og fleira, sem meðlæti með öðru, alveg miljón sinnum, en náði því aldrei nógu stökku.
Ákvað að læra það loksins, svo hér er bara solid uppskrift af ofnsteiktu grænmeti, sem kvöldmatur eða meðlæti með öðru. Lykill er bara að hafa ofninn nógu heitann, ekki opna hann nema sjaldan og passa að það er pláss milli grænmetisbita

20160105_185421

Efni:
Grænmeti (t.d. karteflur, sætar karteflur, gulrætur, rósakál, laukar(með eða án hýði), rófur og endalaust..)
Olía
Salt & pipar

Aðferð:
1. Set ofnplötu inní ofn og set á 220°C
2. Sker niður grænmeti í jafn stóra bita. Set í skál með olíu, salt og pipar og velti létt uppúr
3.  Tek ofnplötu úr ofni og raða grænmetinu á, svo að ekkert snertist og allir hafa nóg pláss
4. Tjékka eftir 20 mín, velti sumu og set aftur inn, en tek svo allt út eftir 10-15 mín í viðbót,

Þegar það er komin lykt og grænmeti lúkkar tilbúið; þá er það tilbúið. Tíminn fer eftir grænmetinu 🙂

20160105_181935
Fyrir

 

20160105_185733
Eftir

Matarmikil gúllas súpa

Hin fullkomna vetrarsúpa: Rosalega bragðmikil, hlý og mjög matarmikil: ég var pakksödd og sæl eftir eina skál.
Líka súper næs að þvo upp eftir matinn því maður óhreinkar bara einn pott 🙂

Ef einhver fýlar ekki kjöt eða gúllas eða bara eitthvað þá er ekkert mál að sleppa gúllasinu og nota grænmetiskraft í staðin fyrir kjöt 🙂 Þá verður þetta bara mega bragðmikil grænmetissúpa.

20151105_174705
Gúllassúpa með brauði til hliðar

Efni:
Gúllas: 1 pakki
Karteflur: 8 stk skornar í 4 bita hver
Maísbaunir
Laukur: 1 stk
Sellerírót: 1/2 bolli eða meira (fæst allstaðar)
Gulrætur: 4 stk
Tómatar í dós: 2 stk (helst saxaðir tómatar má líka nota heila)
Kjöt- og grænmetiskraftur (eða annaðhvort): 1 stk af hvoru
Olía
Krydd: Pipar, salt, paprikukrydd, ítölsk krydd (basil, timian eða annað)

  1. Saxa lauk og steiki uppúr olíu í potti eða stóru eldföstu móti.
  2. Sker gulrætur og sellerí smátt og set útí þegar laukurinn er glær, ásamt maísbaunum.
  3. Set gúllasið útí og steiki þangað til kjötið er brúnað
  4. Bæti við tómötum úr dósum, lítra af soðnu vatni (sýð í hraðsuðukatli) og tveimur teningum af krafti. Krydda með ítölskum kryddum og pipar (slatta, fínt að smakka sig til).
  5. Læt malla í klukkutíma
  6. Set karteflubita útí sem taka 30 mín
  7. Þegar karteflurnar eru til set ég súpu í skál og borða helst með brauði og miklu smjöri. Ef einhver á vorlauk útí garði þá er gúrm að klippa smá af honum yfir
20151105_174600
Closeup

Klassísk kjötsúpa

Fullkomin súpa þegar það er ískalt úti og hlýtt inni. Ekkert vesen og erfitt að klúðra, en tekur klukkutíma allt í allt.

Súpa í skál
Súpa í skál

Efni:
Lambakjöt (ég fékk 600 gr. af lambasneiðum á 660 kall)
Gulrætur: 3-4
Rófa: 1/2 stór
Karteflur: 3 á mann
Grjón: 2 msk
Sellerí: 2-3 stönglar
Laukur: 1/2
Steinselja: 1/2 lúka
Krydd; Salt og pipar

Súpa
Nærmynd

Aðferð:
1. Sker mestu fituna af kjötinu og set lambakjötið í pott (með beinum og öllu). Helli 1 – 1 1/2 litra af köldu vatni yfir og hita rólega að suðu. Ef einhver froða myndast á yfirborðinu þá er hún tekin af og aðeins af vatni bætt útí á móti
2. Sker lauk, gulrætur og sellerí í litla bita og set útí pottinn. Krydda með salti, pipar og saxaðri steinselju og bæti hrísgrjónum útí. Læt malla í 30 mín
3. Sker karteflur í jafn stóra bita og bæti við. Læt malla í 5-10 mín í viðbót.
4. Afhýði rófuna og sker í svipaða bita og allt grænmetið. Læt malla í 15 mín í viðbót.
5. Allt er tilbúið, en endilega bætið salti eða pipar við ef súpan er bragðlítil. Njótið svo sem best 🙂

Fiskur með karteflum og smjörsteiktum lauk

Fékk ferskan og óheyrilega góðan fisk frá mömmu vinar míns og ákvað að elda mér loksins fisk; því það gerist alltof alltof sjaldan eftir að ég flutti út. Fiskurinn varð síðan svo góður að ég tók annað flak úr frysti fyrir morgundaginn; svo takk kærlega fyrir Kristín! ❤

Uppskriftin kvöldsins er því af klassískum mánudags-heima fisk með karteflum og smjörsteiktum lauk.

Fiskur
Fiskur

Efni:
Fiskur; ég átti stórt flak af þorski; nóg fyrir 2
Hveiti; um 5 msk
Krydd; salt og pipar
Karteflur; 2-3 á mann
Laukur; 1
Ég átti nokkra sveppi sem voru á síðasta snúning svo ég notaði þá með lauknum. Það var mega næs

1. Sýð karteflur (þ.e. Set karteflur í pott og læt malla í 20 mín).
2. Hita pönnu og set olíu og smjö útá.
3. Sker laukinn niður í skífur, og sveppina smátt (ef þið notið þá) og dembi öllu á pönnuna, steiki í 5 mín og tek af.
4. Set hveiti, salt og pipar á disk og velti fiskiflökunum vel uppúr.
5. Bæti olíu og smá smröti á pönnuna, set öll flökin útá og steiki í nokkrar mín á hvorri hlið. Flippa fiskinum bara einusinni yfir
6. Set allt á disk og borða.

20140930_182003
Omælord hvað þetta var gott

Rúgbrauð með smjöri er geðveikt með, en ég átti það ekki.

Plokkfiskur

Fiskur; ég nota ódýran og frosinn; um 3 flök á mann.
Karteflur; 2-3 per mann
Mjólk 400ml-ish
Hveiti 2-3msk-ish
Smjör 2-3msk-ish
Ostur
Krydd: Karrý(2-3 tsk) og Pipar

Plokkfiskur myndast ekki vel
Plokkfiskur myndast ekki vel, en er hellað góður og hollur

 

1. Sýð karteflur(20 mín).
2. Sýð fiskinn(7-10 mín).
3. Bræði smjörið í potti, sker niður lauk og steiki uppúr smjörinu. Þegar laukurinn er orðinn glær þá pipra ég og bæti karrý-i útí. Eins og hefur komið fram áður, þá finnst mér best að krydda hellings
4. Bæti hveitinu út í og hræri vel, eða þar til það blandast vel við smjörið. Tekur alveg 3 mín
5. Bæti mjólkinni útí smátt og smátt og hræri vel á milli. Hætti að hræra þegar allir kekkir eru horfnir(mini mini kekkir skipta ekki máli)
6. Brytja niður fiskinn og karteflurnar og set útí pottinn og hræri smá, en ekki of mikið! Þetta á ekki að verða að mauki, því það er ugeð.
7.  Set matinn úr pottinum í eldfast mót, ríf niður hellings af osti sem ég strái yfir og set svo allt inní ofn v/ 200°C í 10-15 mín, eða þangað til osturinn bráðnar
8. Hrúga á disk. Ef þið eigið rúgbrauð og meira smjör þá er það mega gott með.