“Krispí” grænmeti inní ofni

Hef gert ofnsteikt grænmeti; karteflubáta, gulrætur og fleira, sem meðlæti með öðru, alveg miljón sinnum, en náði því aldrei nógu stökku.
Ákvað að læra það loksins, svo hér er bara solid uppskrift af ofnsteiktu grænmeti, sem kvöldmatur eða meðlæti með öðru. Lykill er bara að hafa ofninn nógu heitann, ekki opna hann nema sjaldan og passa að það er pláss milli grænmetisbita

20160105_185421

Efni:
Grænmeti (t.d. karteflur, sætar karteflur, gulrætur, rósakál, laukar(með eða án hýði), rófur og endalaust..)
Olía
Salt & pipar

Aðferð:
1. Set ofnplötu inní ofn og set á 220°C
2. Sker niður grænmeti í jafn stóra bita. Set í skál með olíu, salt og pipar og velti létt uppúr
3.  Tek ofnplötu úr ofni og raða grænmetinu á, svo að ekkert snertist og allir hafa nóg pláss
4. Tjékka eftir 20 mín, velti sumu og set aftur inn, en tek svo allt út eftir 10-15 mín í viðbót,

Þegar það er komin lykt og grænmeti lúkkar tilbúið; þá er það tilbúið. Tíminn fer eftir grænmetinu 🙂

20160105_181935
Fyrir

 

20160105_185733
Eftir

Klassísk kjötsúpa

Fullkomin súpa þegar það er ískalt úti og hlýtt inni. Ekkert vesen og erfitt að klúðra, en tekur klukkutíma allt í allt.

Súpa í skál
Súpa í skál

Efni:
Lambakjöt (ég fékk 600 gr. af lambasneiðum á 660 kall)
Gulrætur: 3-4
Rófa: 1/2 stór
Karteflur: 3 á mann
Grjón: 2 msk
Sellerí: 2-3 stönglar
Laukur: 1/2
Steinselja: 1/2 lúka
Krydd; Salt og pipar

Súpa
Nærmynd

Aðferð:
1. Sker mestu fituna af kjötinu og set lambakjötið í pott (með beinum og öllu). Helli 1 – 1 1/2 litra af köldu vatni yfir og hita rólega að suðu. Ef einhver froða myndast á yfirborðinu þá er hún tekin af og aðeins af vatni bætt útí á móti
2. Sker lauk, gulrætur og sellerí í litla bita og set útí pottinn. Krydda með salti, pipar og saxaðri steinselju og bæti hrísgrjónum útí. Læt malla í 30 mín
3. Sker karteflur í jafn stóra bita og bæti við. Læt malla í 5-10 mín í viðbót.
4. Afhýði rófuna og sker í svipaða bita og allt grænmetið. Læt malla í 15 mín í viðbót.
5. Allt er tilbúið, en endilega bætið salti eða pipar við ef súpan er bragðlítil. Njótið svo sem best 🙂

3ja mínútna núðlur í sparigalla

Eldaði mér þetta oft þegar ég bjó heima og var svöng og þurfti mat strax. Þessi uppskrift tekur enga stund(5-10 mín), en í rauninni þarf að sjóða 3ja mínútna núðlurnar, steikja nánast hvað sem þið viljið eða það sem er til, á pönnu og blanda svo saman. Úr verður verulega góður núðluréttur sem kostar líka pínulítið.

Núðlur á kannski 200 kall
Núðlur á kannski 300 kall

Efni:
3ja mínútna núðlupakki; 1 stk.  Ég valdi með kjúklingabragði, en allt virkar
gulrót; 1
Sveppir; 5
Paprika; hálf
Beikon; um 3 strimlar
Tómatur; 1 stór eða 4 kirskuberja
Krydd: pipar og oregano

+ Má líka hafa pítsasósu með, eða hafa túnfisk í staðin fyrir beikon (ekki þá steikja hann á pönnu), eða hafa ólívur, baunir eða allskonar annað grænmeti með. Bara gó kreisí eð hugmyndunarflugið

20141108_122834
Núðlur í skál

Aðferð:
1. Sker allt grænmeti niður í smáa bita og steiki á pönnu. Krydda eftir nokkrar mín
2. Set núðlur, með krafti sem fylgir með, í sjóðandi vatn og leifi að standa í 3 mín; helli svo vatninu af
3. Sker beikonið niður í bita, set út á pönnuna með grænmetinu og steiki þar til allt virðist tilbúið.
4. Set núðlurnar á pönnuna, slekk undir og blanda gróflega saman
5. Set allt í skál/disk, sáldra osti og steinselju yfir ef ég á til

+ Ef einhver borðar ekki beikon þá er líka mjög gott að sleppa því en setja túnfisk með þegar núðlurnar eru komnar í skál og þá myndi ég mæla líka með svörtum ólívum, sólþurrkuðum tómötum og fetaosti, en annars virkar flest 🙂