“Krispí” grænmeti inní ofni

Hef gert ofnsteikt grænmeti; karteflubáta, gulrætur og fleira, sem meðlæti með öðru, alveg miljón sinnum, en náði því aldrei nógu stökku.
Ákvað að læra það loksins, svo hér er bara solid uppskrift af ofnsteiktu grænmeti, sem kvöldmatur eða meðlæti með öðru. Lykill er bara að hafa ofninn nógu heitann, ekki opna hann nema sjaldan og passa að það er pláss milli grænmetisbita

20160105_185421

Efni:
Grænmeti (t.d. karteflur, sætar karteflur, gulrætur, rósakál, laukar(með eða án hýði), rófur og endalaust..)
Olía
Salt & pipar

Aðferð:
1. Set ofnplötu inní ofn og set á 220°C
2. Sker niður grænmeti í jafn stóra bita. Set í skál með olíu, salt og pipar og velti létt uppúr
3.  Tek ofnplötu úr ofni og raða grænmetinu á, svo að ekkert snertist og allir hafa nóg pláss
4. Tjékka eftir 20 mín, velti sumu og set aftur inn, en tek svo allt út eftir 10-15 mín í viðbót,

Þegar það er komin lykt og grænmeti lúkkar tilbúið; þá er það tilbúið. Tíminn fer eftir grænmetinu 🙂

20160105_181935
Fyrir

 

20160105_185733
Eftir

Fiskur með karteflum og smjörsteiktum lauk

Fékk ferskan og óheyrilega góðan fisk frá mömmu vinar míns og ákvað að elda mér loksins fisk; því það gerist alltof alltof sjaldan eftir að ég flutti út. Fiskurinn varð síðan svo góður að ég tók annað flak úr frysti fyrir morgundaginn; svo takk kærlega fyrir Kristín! ❤

Uppskriftin kvöldsins er því af klassískum mánudags-heima fisk með karteflum og smjörsteiktum lauk.

Fiskur
Fiskur

Efni:
Fiskur; ég átti stórt flak af þorski; nóg fyrir 2
Hveiti; um 5 msk
Krydd; salt og pipar
Karteflur; 2-3 á mann
Laukur; 1
Ég átti nokkra sveppi sem voru á síðasta snúning svo ég notaði þá með lauknum. Það var mega næs

1. Sýð karteflur (þ.e. Set karteflur í pott og læt malla í 20 mín).
2. Hita pönnu og set olíu og smjö útá.
3. Sker laukinn niður í skífur, og sveppina smátt (ef þið notið þá) og dembi öllu á pönnuna, steiki í 5 mín og tek af.
4. Set hveiti, salt og pipar á disk og velti fiskiflökunum vel uppúr.
5. Bæti olíu og smá smröti á pönnuna, set öll flökin útá og steiki í nokkrar mín á hvorri hlið. Flippa fiskinum bara einusinni yfir
6. Set allt á disk og borða.

20140930_182003
Omælord hvað þetta var gott

Rúgbrauð með smjöri er geðveikt með, en ég átti það ekki.