Í lok mánaðarins-tortellini

Er ekki beint vaðandi í pening í lok mánaðarins, svo ég gerði mat úr því sem ég átti. Þurfið alls ekki að nota eitt eða allt að því sem ég notaði, heldur bara það sem þið eigið. Myndi ekki beint bjóða Óla forseta í þennan mat, en þetta gerði mig sadda og hamingjusama.

20160124_173045.jpg

Efni:
Tortellini: 1/2 poki (fæst allstaðar)
Brokkolí: smá bútur
Paprika: 1/2 (ég átti gæna, gott að nota rauða, gula osfr.)
Gular baunir: Slatti (átti niðursoðnar)
Hvítlaukur: 1 geiri
Gulrætur: 1 og hálf
Sveppir: 5 stk
Tómatmauk: 1 msk (má sleppa)
krydd: pipar

Sniðugt að nota: lauk, tómata, sveppi, spínat, beikon eða nákvæmlega það sem þið viljið eða eigið. Getið þessvegna beilað alveg á grænmeti og notað bara pítsasósu og/eða beikon. Ég átti ekki ost og notaði þessvegna fetaost. Mæli með osti..

Aðferð:

  1. Sker grænmetið niður smátt og steiki á pönnu uppúr smá olíu. Bæti tómatmauki við og hræri.
  2. Á meðan: Sýð tortellini í potti (8 mín: stendur á pakka).
  3. Þegar tortellini-ið er til, slekk ég undir grænmetinu, síja vatnið frá pastanu og set útá grænmetispönnuna. Blanda saman og set í skál
  4. Ríf ost yfir, eða nota fetaost

20160124_172950

Leave a comment