Grænmetisbaka

Mjög hentugt fyrir afganga eða þegar maður á sitt lítið af hverju. Hægt að nota bara grænmeti eða bæta við forelduðum kjúlla eða öðru. Líka fínt að nota niðursoðinn mat eins og grænar baunir eða maís. Ég á án efa eftir að gera þessa böku milljón sinnum og prófa eitthvað nýtt í hvert skipti. Passið bara að nota ekki of mikinn vökva, því þá getur deigið orðið soggy..

20160125_184511

Efni:
Smjördeig: 2 plötur (keypti frosið í krónunni á lítið). Líka snilld að nota tilbúið pítsadeig!
Blómkál: 1 haus
Brokkolí: 1 haus
Ostur: slatti (kannski 1/3?)
Rjómaostur: lítill pakki (250 gr.)
Krydd: salt og pipar

Svo bara gó kreisí með það sem þið eigið..

20160125_184645.jpg

Aðferð:

  1. Sýð blómkál og brokkolí í potti í 5-10 mín, á ekki að vera soðið í gegn. Helli vatninu svo af, búta grænmetið niður smátt og set til hliðar.
  2. Flet út smjördeigið (ég nota vínflösku, gott að nota kökukefli) svo það passi í form. Þarf alls ekki að vera nákvæmt!
  3. Set deigið í ofnfast form.
  4. Í litlum potti: bræði ost og rjómaost. Þegar allt er bráðið set ég grænmetið útí og hræri, salta og pipra.
  5. Helli öllu í ofnmótið og bretti deigið yfir ef hægt. Dreifi svo rifnum osti ofaná og pipra aftur
  6. Set inní ofn í 220°C í 20 mín

Í lok mánaðarins-tortellini

Er ekki beint vaðandi í pening í lok mánaðarins, svo ég gerði mat úr því sem ég átti. Þurfið alls ekki að nota eitt eða allt að því sem ég notaði, heldur bara það sem þið eigið. Myndi ekki beint bjóða Óla forseta í þennan mat, en þetta gerði mig sadda og hamingjusama.

20160124_173045.jpg

Efni:
Tortellini: 1/2 poki (fæst allstaðar)
Brokkolí: smá bútur
Paprika: 1/2 (ég átti gæna, gott að nota rauða, gula osfr.)
Gular baunir: Slatti (átti niðursoðnar)
Hvítlaukur: 1 geiri
Gulrætur: 1 og hálf
Sveppir: 5 stk
Tómatmauk: 1 msk (má sleppa)
krydd: pipar

Sniðugt að nota: lauk, tómata, sveppi, spínat, beikon eða nákvæmlega það sem þið viljið eða eigið. Getið þessvegna beilað alveg á grænmeti og notað bara pítsasósu og/eða beikon. Ég átti ekki ost og notaði þessvegna fetaost. Mæli með osti..

Aðferð:

  1. Sker grænmetið niður smátt og steiki á pönnu uppúr smá olíu. Bæti tómatmauki við og hræri.
  2. Á meðan: Sýð tortellini í potti (8 mín: stendur á pakka).
  3. Þegar tortellini-ið er til, slekk ég undir grænmetinu, síja vatnið frá pastanu og set útá grænmetispönnuna. Blanda saman og set í skál
  4. Ríf ost yfir, eða nota fetaost

20160124_172950

“Krispí” grænmeti inní ofni

Hef gert ofnsteikt grænmeti; karteflubáta, gulrætur og fleira, sem meðlæti með öðru, alveg miljón sinnum, en náði því aldrei nógu stökku.
Ákvað að læra það loksins, svo hér er bara solid uppskrift af ofnsteiktu grænmeti, sem kvöldmatur eða meðlæti með öðru. Lykill er bara að hafa ofninn nógu heitann, ekki opna hann nema sjaldan og passa að það er pláss milli grænmetisbita

20160105_185421

Efni:
Grænmeti (t.d. karteflur, sætar karteflur, gulrætur, rósakál, laukar(með eða án hýði), rófur og endalaust..)
Olía
Salt & pipar

Aðferð:
1. Set ofnplötu inní ofn og set á 220°C
2. Sker niður grænmeti í jafn stóra bita. Set í skál með olíu, salt og pipar og velti létt uppúr
3.  Tek ofnplötu úr ofni og raða grænmetinu á, svo að ekkert snertist og allir hafa nóg pláss
4. Tjékka eftir 20 mín, velti sumu og set aftur inn, en tek svo allt út eftir 10-15 mín í viðbót,

Þegar það er komin lykt og grænmeti lúkkar tilbúið; þá er það tilbúið. Tíminn fer eftir grænmetinu 🙂

20160105_181935
Fyrir

 

20160105_185733
Eftir

Hummus!

Sá auglýsingu um veganúar og langaði að vera með. Endilega breytið og bætið uppskriftinni á alla vegu eins og ykkur langar. Ég átti ekki tahini sem er venjulega notað í hummus og fannst óþarfi að kaupa heila krukku fyrir fyrstu tilraunina mína. Ég notaði þessvegna sesamfræ og vökva af baununum og olíu í staðin. Hummusinn fær reyndar aðra áferð en mér fannst hann mjög góður. Ef þið eigið tahini, þá um að gera að nota það í staðinn, eða ekki, þið ráðið!

20160105_133632

Efni:
Kjúklingabaunir:  1 dós
Sesamfræ: 1/2 bolli
Hvítlaukur: 2 geirar
Olía: 2/3 bolli..?
Sítrónusafi: 2 msk
Krydd: salt, pipar, cummin og paprika

Má sleppa/hafa með:
Ég setti 3 sólþ. tómata útí og notaði ólíuna af þeim, því ég átti hana til og fannst hún gefa meira bragð. Líka góð hugmynd að nota olíu af fetaosti eða einhverju öðru 🙂

Aðferð:

  1. Set olíu í blandara, ásamt sesamfræjum og blanda í 6 mín
  2. Tek híðið af hvítlauknum og bæti honum útí ásamt kjúllabaunum, sítrónusafa og kryddi (og sólþurrkuðum tómötum ef þið viljið/eigið). Blanda í 7 mín
  3. Smakka og bæti meiri kryddum útí þangað til ég er sátt
  4. Smyr á ristað brauð
20160105_134308
Ristað brauð og þumall til vinstri

Grænmetis lasagne í 9 skrefum!

Fór í bústað og nýtti tækifærið til að gera grænmetislasagne sem hefur verið mjög lengi á dagskrá og það eina sem aður gerir í bústað er að borða. Var miklu fljótari að elda en ég bjóst við og horfi á Downton Abbey og spilaði tölvuleik meðan lasanjað  mallaði inní ofni.

Lasanja nammi
Lasanja nammi

Efni

Paprikur: 2
Gulrætur: 5
Sveppir: 1 heill bakki
Zucchini (eða ábirgín): 1 meðalstórt
Kotasæla: 1 stór dós
Spínat: næstum heill poki
Lasagne plötur: Tæpur pakki
Laukur: 1
Sósa: 1 stór krukka; 680 gr (Ég notaði Rinaldi, en Hunts pastasósur virka líka (680 gr))
Hvítlaukur: 2 geirar
Ostur
Pipar

  1. Set lasagneplötur í eldfast form. Hyl botninn (brýt pöturnar ef þarf)
  2. Sker gulrætur og parikur smátt og steiki. Set svo ofan á lasagne plöturnar
  3. Hyl með lasagneplötum
  4. Sker laukinn og hvítlaukinn smátt og sveppina í aðeins stærri bita. Steiki allt á pönnu og pipra. Þegar laukurinn er glær helli ég sósunni útá og blanda vel saman. Helli svo öllu í formið.
  5. Sker zucchini í sneiðar og hyl sósu-sveppalagið fyrir neðan.
  6. Hyl með lasagne plötum
  7. Bæti fersku spínati ofaná, svo ekki sést í plöturnar
  8. Hyl aftur með lasagne plötum
  9. Dreifi vel úr kotasælunni yfir allt og ríf svo ost ofaná og pipra
  10. Formið inní ofn í 40-50 mín á 180°C

Fyrir þá sem nenna mögulega ekki að lesa allt þá er uppskriftin myndræn hér:

skref 1
skref 1
skref 2
skref 2
skref 3
skref 3
skref 4
skref 4
skref 5
skref 5
skref 6
skref 6
skref 7
skref 7
skref 8
skref 8
skref 9
skref 9
Tilbúið!
Tilbúið!

1 kjúklingur = 3 mismunandi máltíðir

Keypti heilan kjúkling um daginn á 850 kall og hann entist í þrjár mismunandi máltíðir! Fyrsta máltíðin var matarmikil og bæði lærin og vængirnir kláruðust, sem og grænmeti innan úr ofni. Í seinni máltíðina notaði ég bringurnar, en Aron hafði stolist í part af einni þeirra svo ég notaði 1 og hálfa 🙂
Síðasta máltíðin var kjúklingasalat sem ég tók með mér í skólan, en salatið gaf mér orku til þess að endast út prófabugunina.
Hér eru semsagt máltíðirnar sem kostuðu alveg mjög lítið 🙂

Heill kjúklingur inni í ofni:

20141129_194105
Heill kjúklingur með sítrónu, timian, kerteflum og lauk

Efni:
Heill kjúklingur (Bæði lærin og vængirnir kláruðust)
Karteflur: 3 á mann, skornar í 4 bita hver
Sítróna: heil
Laukur: 3 skalottulaukar eða 1 venjulegur skorin í 4 hluta
Hvítlaukur; 3 geirar, best að hafa þá heila
Olía
Krydd: Salt, pipar og (helst ferskt-) Timian
Salat: ferskir tómatar og klettasalat

Aðferð:
1. Smurði kjúllan með olíu og kryddaði með pipar og salti. Stakk sítrónuna ca. 10 sinnum og setti hana heila innan í kjúllan ásamt hvítlauknum og fullt af timian.
2. Set kjuklinginn í fat með karteflum og lauk. Ef þið notið skallottulauk hafið þá hýðið utanum meðan þeir eldast! Það er geðbilað gott því þá fær hann meira bragð, takið svo hýðið utanaf þegar þið borðið 🙂
3. Set allt inní ofn í á 200°C í 40 mín, lækka svo í 175°C í aðrar 30-40 mín
4. Set á disk og hef klettasalt og kirsuberjatómata til hliðar

20141129_200035

Kjúklingur á pönnu með sveppum og cous cous (Báðar bringurnar):
Efni:
Kjúklingabringur:1-2
Sveppir; 5-7
Couscous: 1 bolli
Krydd: pipar

Aðferð:
1. Steiki sveppi á pönnu uppúr smá olíu og pipra svo
2. Sker bringurnar í bita og set útá pönnuna
3. Undirbý couscous eins og stendur á pakka
4. Set á disk og borða, bæti tómötum og gúrkubitum við

20141130_182248

Kjúklingasalat
Efni: Rest af kjúklingi: allt kjöt af beinunum
Kínakál(eða annað): 2 lúkur skornar smátt
Paprika: 1/2
Tómatur: 1
Gúrka: 1/4 hluti
Fetaostur: tvær skeiðar, endilega hafið aðeins af olíunni með!
Furuhnetur(má sleppa)

Aðferð:
1. Kroppa allt kjöt af kjúklinginum(persónulega finnst mér þetta langbesta kjötið!)
2. Sker allt grænmeti smátt og set allt saman í skál

KJúklingasalat með eiginlega öllu grænmeti sem ég fann heima
KJúklingasalat með eiginlega öllu grænmeti sem ég fann heima

+ Mér finnst frábært að setja aðeins dijon sinnep með og edik, en það er ekki nauðsyn. Auðvitað má líka hafa hvaða grænmeti sem er í þessu salati og sleppa því sem þið viljið. Ef þið eigið olívur eða sólþurrkaða tómata er t.d. gott að setja það með.

Bragðmikið og stórgott lasagne

Klárlega með top 5 uppáhalds matnum mínum; mikið af bragði og innihaldi. Elda þetta oft þegar ég hef tíma.
Máltíðin er fyrir 5-6 manns, eða tvo og restin fer í frysti 🙂
Kostaði allt í allt um 2500-3000 kall; sem gerir 500 kall á mann ef 6 eru í mat. Nær ekki alveg 250 kr. máltíðinni, en þetta er líklegast með því næsta sem ég kemst..

Lasanja með heimagerðu pestói
Lasagne með heimagerðu pestói

Efni:
Gulrætur; 4
Tómatar: 2
Paprika; 1
Sveppir; heill pakki (því þeir minnka alveg fullt við eldun)
Hakk; ég notaði ungnautahakk
Lasangne plötur
Kotasæla; stór dós
Laukur; 1
Spínat; ferskt, um 2/3 af pakkanum
Hvítlaukur; 2 geirar
Tómatpúrra; Ath; niðursoðið heitir þetta “tomato paste” en ekki “purée”
Ostur; rifinn
Krydd; Svartur pipar, oregano, timian, paprika, chili-krydd, smá soya(í staðin fyrir salt).
+ Hér er alls ekki nauðsynlegt að nota allt, en þetta er það sem ég notaði 🙂

20141016_183929
Lasagne-ð nýkomið úr ofni. Lyktin var fáránlega góð

Aðferð:
1. Sker gulrætur, papriku og tómata niður í litla bita og steiki á pönnu. Krydda með oregano og timian. Tek af eftir 10 mín og set til hliðar
2. Sker niður sveppi og saxa hvítlauk. Steiki á pönnunni og tek af eftir um 10 mín. Set til hliðar
3. Saxa lauk og steiki á pönnu, bæti hakki við eftir að laukurinn er orðinn glær. Leyfi að stikna í nokkrar mín, krydda svo með pipar, papriku, chili kryddi og slettu af soya sósu. Bæti svo tómat púrrunni við og held áfram að steikja í um 5 mín. Set til hliðar

4. Raða lasanja plötum neðst í ofnfast form. Set allt hakkið ofaná og dreyfi.
5. Set aðra röð af lasanja plötum yfir, svo hakkið er þakið. Dreifi gulrótar- og paprikumixinu yfir, sem og hálfri dós af kotasælu.
6. Önnur röð af lasanja plötum. Dreifi svo sveppunum jafnt yfir og set spínat ofaná þá. Magn af spínati; þar til sveppirnir eða plöturnar fyrir neðan sjást ekki
7. Bæti við annarri röð af plötum, þek með restinni af kotasælu og fullt af rifnum osti
8. Leyfi annaðhvort að standa í forminu yfir nótt(því þá bragðast það betur); eða set allt inní ofn í 30 mín á 190°C

20141016_153531
Hér sést lagskiptingin þegar allt er komið í formið, rétt áður en allt fer í ofn

Nýt helst með vinum, því þetta er mjög hentug máltíð fyrir matarboð. Gott að hafa pestó til hliðar 🙂

Snöggsteiktar asískar núðlur með grænmeti

Eins og oft áður, var ég að drífa mig mega og var að verða of sein, svo ég ákvað að kíkja í skápa og ísskáp og búa til kvöllara úr því sem ég fann. Uppskriftin er fyrir tvo, en við náðum ekki að klára matinn (sem gerist aldrei) svo eftirá hefði verið hentugra að bjóða einhverjum í mat 🙂

20140917_175854
Núðlur með grænmeti og eggi í skál

Efni:
2 pakkar af 3-mín núðlum (mínar eru glernúðlur úr kolaportinu; 30 kall stykkið. Hvernig núðlur sem er virka)
Gulrætur; 4
Paprika; 1
Egg; 1
Baby-maís; 15 stk? (Ég átti frosinn úr kolaportinu; því það er allt ódýrt þar), en niðursoðinn virkar líka!
Kínakál; hálft
Chili; ég notið hálfan, hann er ekki möst
Hvítlaukur; 1 geiri
Engifer; þumlungur
Gúrka; 1/2 (bara því ég átti hana)
Sósur; Sweet-chili, soya sósa, sesamolía og ostrusósa

20140917_175626
Allt komið á pönnu; tekur allt í allt 10 mín

Eins og sést þá notaði ég bara allt asíska sem ég átti. Sósurnar voru ótrúlega góðar með, en ostrusósan er minnst mikilvæg. Sweet chili er helst möst, sem og sesamolían (þetta rennur aldrei út og maður getur notað þetta í allt).

1. Set heitt vatn  í pott og kveiki undir
2. Sker gulrætur og papriku í langa bita og steiki á pönnu ásamt baby maís
3. Bæti við söxuðum chili, engifer og hvítlauk. Dreifi aðeins af öllum sósum útá svo allt karamellist pínu á pönnunni
4. Þegar vatnið er soðið slekk ég undir og hendi núðlunum útí og geymi eins lengi og stendur á pakkanum: Þegar núðlurnar eru reddý sigta ég vatnið frá og geymi núðlurnar aðeins til hliðar.
5. Brýt egg útí grænmetið og hræri. Hendi núðlunum útá pönnuna, helli meira af sweet chili, soya og sesam olíu útá, hræri og tek af pönnunni
6. Hrúga öllu í skál/disk og spísa

20140917_175843
Tilbúið til átu

Börger á brauði með ofngrænmeti

Langaði í börger og bætti við því sem ég átti;

Börger með eggi og öllu
Börger með eggi og ofnsteiktu grænmeti

Efni;
Hamborgarakjöt; ég átti frosið úr Bónus og notaði það
Grænmeti; Notaði frosið úr Ikea, mæli sterklega með því, annars má auðvitað nota það sem til er
Brauð; Ég átti fyrir brauð úr bakaríi því það er miklu betra, hollara og geymist betur en hvítt hamborgarabrauð. Allt brauð er vel nýtanlegt
Egg; 2
Krydd; paprika, pipar, chili-krydd(ekki möst, en gott)
Sósur; BBQ og tómatsósa, allt virkar.

1. Set frosið grænmeti á ofnskúffu og inní heitann ofn á 200°C. Hræri í því eftir 20 mín, en hef það í hálftíma allt í allt.
+ Ef þið eigið ekki frosið grænmeti, virkar líka að skera niður t.d. gulrætur, karteflur, lauka, succini, eggaldin og fleira, set þá aðeins olíu yfir og hef lengur eða uþb. í 45 mín.

2. Smyr BBQ sósu á börgerana(smá lag), pipra og krydda. Set kjötið á pönnuna og steiki í nokkrar mín á hvorri hlið-samt ekki of lengi. Tek svo kjötið af og set ost ofaná.

20140909_182156
Börger

3. Steiki egg á pönnunni, ég flippa mínu einusinni yfir því það er gott.

3. Rista brauðið; ef þið eigið ekki brauðrist eins og ég, virkar að setja það á hlýja hellu, þá sem ég steikti egg á, og hef í nokkrar mínútur og sný með reglulegu millibili.

4. Set allt á disk; brauð, sósu, börger og egg efst. Grænmetið til hliðar og smá ferkst salat. Ég mæli með tómatsósu eða sterku sinnepi. BBQ og pítsasósa er líka gott

+ Grænmetið tekur lengstan tíma, en börgerarnir svona 10 mín max= auðvelt og fljótlegt og gómsætt

Allt saman
Allt saman