Í lok mánaðarins-tortellini

Er ekki beint vaðandi í pening í lok mánaðarins, svo ég gerði mat úr því sem ég átti. Þurfið alls ekki að nota eitt eða allt að því sem ég notaði, heldur bara það sem þið eigið. Myndi ekki beint bjóða Óla forseta í þennan mat, en þetta gerði mig sadda og hamingjusama.

20160124_173045.jpg

Efni:
Tortellini: 1/2 poki (fæst allstaðar)
Brokkolí: smá bútur
Paprika: 1/2 (ég átti gæna, gott að nota rauða, gula osfr.)
Gular baunir: Slatti (átti niðursoðnar)
Hvítlaukur: 1 geiri
Gulrætur: 1 og hálf
Sveppir: 5 stk
Tómatmauk: 1 msk (má sleppa)
krydd: pipar

Sniðugt að nota: lauk, tómata, sveppi, spínat, beikon eða nákvæmlega það sem þið viljið eða eigið. Getið þessvegna beilað alveg á grænmeti og notað bara pítsasósu og/eða beikon. Ég átti ekki ost og notaði þessvegna fetaost. Mæli með osti..

Aðferð:

  1. Sker grænmetið niður smátt og steiki á pönnu uppúr smá olíu. Bæti tómatmauki við og hræri.
  2. Á meðan: Sýð tortellini í potti (8 mín: stendur á pakka).
  3. Þegar tortellini-ið er til, slekk ég undir grænmetinu, síja vatnið frá pastanu og set útá grænmetispönnuna. Blanda saman og set í skál
  4. Ríf ost yfir, eða nota fetaost

20160124_172950

Tortellini með sósu og osti

Í fyrradag var glatað veður, ég veik og kæró í útlöndum; svo ég komst ekki útí búð en átti auðvitað “ekkert” í skápunum mínum. Úr varð bragðgóð þriggja efna máltíð sem þurfti nákvæmlega enga fyrirhöfn.

Tortellini í skál
Tortellini í skál

Þetta er engan veginn besta máltíð sem ég hef fengið, en hún tók engan tíma og hún var góð. Sérstaklega þar sem ég át matinn yfir alltof spennandi sjónvarpsefni og hafði þessvegan ekki tíma til að leggja meiri metnað í matinn.

Efni(uppskirft fyrir einn);
Tortellini(ég kaupi það alltaf þegar ég sé það; endist endalaust og tekur engan tíma) ATH: á sumum pökum stendur “fyrir þrjá”, en í rauninni er það lítill matur fyrir 2.
Ostur; rifinn
Pítsasósa; eins mikið og þið viljið
Steinselja; ef á

Ég borða beisikklí allt úr skál
Ég borða beisikklí allt úr skál

1. Set heitt vatn í pott með olíu og salti, býð eftir að suðan komi upp og dömpa pastanu ofaní og bíð eins lengi og stendur aftaná pakkanum(11 mín).
2. Þegar pastað er soðið, sigta ég vatnið frá, set það í skál ásamt pítsasósu og rifnum osti. Strái steinsselju yfir ef ég á.
3. Nýt yfir sjónvarpsefni