Grænmetisbaka

Mjög hentugt fyrir afganga eða þegar maður á sitt lítið af hverju. Hægt að nota bara grænmeti eða bæta við forelduðum kjúlla eða öðru. Líka fínt að nota niðursoðinn mat eins og grænar baunir eða maís. Ég á án efa eftir að gera þessa böku milljón sinnum og prófa eitthvað nýtt í hvert skipti. Passið bara að nota ekki of mikinn vökva, því þá getur deigið orðið soggy..

20160125_184511

Efni:
Smjördeig: 2 plötur (keypti frosið í krónunni á lítið). Líka snilld að nota tilbúið pítsadeig!
Blómkál: 1 haus
Brokkolí: 1 haus
Ostur: slatti (kannski 1/3?)
Rjómaostur: lítill pakki (250 gr.)
Krydd: salt og pipar

Svo bara gó kreisí með það sem þið eigið..

20160125_184645.jpg

Aðferð:

  1. Sýð blómkál og brokkolí í potti í 5-10 mín, á ekki að vera soðið í gegn. Helli vatninu svo af, búta grænmetið niður smátt og set til hliðar.
  2. Flet út smjördeigið (ég nota vínflösku, gott að nota kökukefli) svo það passi í form. Þarf alls ekki að vera nákvæmt!
  3. Set deigið í ofnfast form.
  4. Í litlum potti: bræði ost og rjómaost. Þegar allt er bráðið set ég grænmetið útí og hræri, salta og pipra.
  5. Helli öllu í ofnmótið og bretti deigið yfir ef hægt. Dreifi svo rifnum osti ofaná og pipra aftur
  6. Set inní ofn í 220°C í 20 mín