Grænmetisbaka

Mjög hentugt fyrir afganga eða þegar maður á sitt lítið af hverju. Hægt að nota bara grænmeti eða bæta við forelduðum kjúlla eða öðru. Líka fínt að nota niðursoðinn mat eins og grænar baunir eða maís. Ég á án efa eftir að gera þessa böku milljón sinnum og prófa eitthvað nýtt í hvert skipti. Passið bara að nota ekki of mikinn vökva, því þá getur deigið orðið soggy..

20160125_184511

Efni:
Smjördeig: 2 plötur (keypti frosið í krónunni á lítið). Líka snilld að nota tilbúið pítsadeig!
Blómkál: 1 haus
Brokkolí: 1 haus
Ostur: slatti (kannski 1/3?)
Rjómaostur: lítill pakki (250 gr.)
Krydd: salt og pipar

Svo bara gó kreisí með það sem þið eigið..

20160125_184645.jpg

Aðferð:

  1. Sýð blómkál og brokkolí í potti í 5-10 mín, á ekki að vera soðið í gegn. Helli vatninu svo af, búta grænmetið niður smátt og set til hliðar.
  2. Flet út smjördeigið (ég nota vínflösku, gott að nota kökukefli) svo það passi í form. Þarf alls ekki að vera nákvæmt!
  3. Set deigið í ofnfast form.
  4. Í litlum potti: bræði ost og rjómaost. Þegar allt er bráðið set ég grænmetið útí og hræri, salta og pipra.
  5. Helli öllu í ofnmótið og bretti deigið yfir ef hægt. Dreifi svo rifnum osti ofaná og pipra aftur
  6. Set inní ofn í 220°C í 20 mín

Kjúklinga súpu-kássa með snakki

Átti afganga af kjúklingi sem ég eldaði inní ofni kvöldið áður og eitthvað inní ísskáp. Setti saman einhverskonar kássu eingöngu með því sem ég átti. Hljóp svo útí búð og keypti snakk til að setja útá, því mig langaði í afsökun til að borða snakk í kvöldmat..
Ef einhver á: papriku, tómata, gulrætur eða annað svipað þá er kjörið að bæta því við! Líka hægt að nota kjúklingabaunir í staðin fyrir kjúkling 🙂

20151116_193431

Efni:
Kjúklingur: (Ég notaði bringur sem ég eldaði deginum áður og það sem ég gat kroppað af kjúllanum)
Gular baunir: 2-3 lúkur
Sellerí: 2 lúkur (því ég átti inní ísskáp)
Karteflur: 5 stk (því ég átti)
Sveppir: 5 stk (vildi klára þá)
Tómatar í dós: 1 stk (hakkaðir)
Vatn: 1/5 lítir (soðið)
Sýrður rjómi
Snakk
Krydd: Kjúllakraftur, pipar, salt og ítölsk krydd (timian, oregano eða basil)- virkar líka að nota paprikukrydd eða beisikklí hvað sem er..

Aðferð:
1. Sker niður allt grænmeti og steiki í potti
2. Sker kjúlla í smáa bita og set útí
3. Bæti tómötum úr dós og 1/5 lítra af vatni. Krydda með kjúklingakrafti, pipar og ítölskum kryddum
4. Leifi að malla þangað til karteflurnar eru til (30 mín-ish)
5. Ber á borð í skál, með sýrðum rjóma, stöppuðu avokado-i og snakki

20151116_193459

Matarmikil gúllas súpa

Hin fullkomna vetrarsúpa: Rosalega bragðmikil, hlý og mjög matarmikil: ég var pakksödd og sæl eftir eina skál.
Líka súper næs að þvo upp eftir matinn því maður óhreinkar bara einn pott 🙂

Ef einhver fýlar ekki kjöt eða gúllas eða bara eitthvað þá er ekkert mál að sleppa gúllasinu og nota grænmetiskraft í staðin fyrir kjöt 🙂 Þá verður þetta bara mega bragðmikil grænmetissúpa.

20151105_174705
Gúllassúpa með brauði til hliðar

Efni:
Gúllas: 1 pakki
Karteflur: 8 stk skornar í 4 bita hver
Maísbaunir
Laukur: 1 stk
Sellerírót: 1/2 bolli eða meira (fæst allstaðar)
Gulrætur: 4 stk
Tómatar í dós: 2 stk (helst saxaðir tómatar má líka nota heila)
Kjöt- og grænmetiskraftur (eða annaðhvort): 1 stk af hvoru
Olía
Krydd: Pipar, salt, paprikukrydd, ítölsk krydd (basil, timian eða annað)

  1. Saxa lauk og steiki uppúr olíu í potti eða stóru eldföstu móti.
  2. Sker gulrætur og sellerí smátt og set útí þegar laukurinn er glær, ásamt maísbaunum.
  3. Set gúllasið útí og steiki þangað til kjötið er brúnað
  4. Bæti við tómötum úr dósum, lítra af soðnu vatni (sýð í hraðsuðukatli) og tveimur teningum af krafti. Krydda með ítölskum kryddum og pipar (slatta, fínt að smakka sig til).
  5. Læt malla í klukkutíma
  6. Set karteflubita útí sem taka 30 mín
  7. Þegar karteflurnar eru til set ég súpu í skál og borða helst með brauði og miklu smjöri. Ef einhver á vorlauk útí garði þá er gúrm að klippa smá af honum yfir
20151105_174600
Closeup