Lamb með rósmarín og sítrónu

Langaði í hátíðlegan mat á áramótunum í staðin fyrir þynnkubana, svo ég ákvað að elda gúrm lambalæri. Eldaði fyrir okkur Aron og fór svo með restina í sveitina til mömmu og pabba, því maturinn var það góður að ég vildi að sem flestir fengju að smakka. Uppskriftin nýtist því fyrir 4-5 manns.

20160101_193140
Lamb með brúnni sósu

Efni:

Lambalæri: 1 stk (Mitt var 1.9 kg)
Sítrónur: 2 stk (bæði börkur og safi)
Rósmarín: 2 msk
Hvítlaukur: Heilt stykki!
Olía: 6 msk
Karteflur: 3 á mann
Rósakál: 4 á mann

20160101_193129
Rósakál innan úr ofni

Marinering:

  1. Flysja börkinn af sítrónunum og saxa smátt (reyni að fá sem minnst af hvítu með berkinum). Kreisti svo safann úr báðum og set í skál með berkinum. Saxa hvítlauk og rósmarín og set í sömu skál. Bæti við 4 msk af olíu og blanda öllu saman
  2. 2. Set lambalærið í poka og helli marineringunni yfir. Vef pokanum þétt utanum og læt liggja í klukkutíma. Eftir hálftíma sný ég leggnum við

Aðferð:

  1. Velti karteflum og rósakáli uppúr olíu, pipar og smá salti og set í ofnfast mót og inní ofn á 230 °C í 20 mín
  2. Þegar lærið er búið að marinerast tek ég eldfasta mótið úr ofninum, færi karteflur og rósakál til hliðar og smelli lærinu í miðjuna. Aftur inní ofn í 20 mín
  3. Eftir þessar 20 mín, tek ég karteflur og rósakálið burt, lækka í ofninum á 150°C og set lærið eitt aftur inní ofn í klukkutíma.
  4. Eftir klullara slekk ég á ofninum, tek lærið út og læt að hvíla í 20 mín. Á meðan lærið bíður geymi ég karteflurnar og rósakálið inní ofni svo þau nái upp hlýju aftur.
  5. Geri sallat á meðan og sósu úr pakka (tekur 3 mín)
  6. Set allt á disk og nýt í botn
20160101_192348
Lamb með sósu í katli, maður reddar sér

Heil mega góð máltíð með lambakjöti, meðlæti og eftirmat

Máltíð
Máltíð

Kæró splæsti í að elda máltíð í gær því hann er mesti snúllinn.  Innihaldið gæti hljómað pínu spes, en maturinn var í einlægni alveg mjög mjög góður!

Efni:Kjöt; kjúklingur(tekur klukkutíma) eða lambakjöt(tekur hálftíma; eða þar til það brúnast).

Tómatsósa; (as in; Libby’s eða Hunts..); 1 bolli
Matreiðslurjómi; 1 lítill peli
Krydd; Karrý(fullt)

Kjöt:
1. Tómatsósa og rjómi hrært saman ásamt karrý. -Smakka smá og svo krydda meira ef þarf :3
2. Öllum vökvanum hellt yfir kjöt sem er í ofnmóti
3. Allt sett inní ofn(sjá tíma fyrir ofan), á 180°C. ATH; ekki setja lok yfir því annars þykknar sósan ekki nóg 🙂

Nýkomið út úr ofni
Nýkomið út úr ofni. Naaaamm

Couscous:
1 bolli couscous
1 bolli sjóðandi vatn
Sólþurrkaðir tomatar

1. Set couscous í skál og helli vatni yfir. Salta og set smá smjör með. Læt disk yfir og bíð í mínútu.
2. Saxa tómatana og set útí þegar couscousið er til. Hræri saman

20140828_200441
couscous gúrm

Svo er bara að þruma öllu á sama diskinn, með litlum tómötum og káli og út kemur sjúklega góð máltíð ❤

Allt saman
Allt saman

 

Eftirmatur:
Royal búðingur(mesti einkahúmor ever, en búðingurinn er geggjaður)
Mjólk; 0,5 lítrar
Bláber
Lakkrís

1. Fylgji uppskrift á pakka og hrúga svo hinu yfir. Þeyttur rjómi er líka svít með

Royal snilld
Royal snilld