Pistasíu- og fíkju ís (jólaís)

Ólíkt öllum vinum mínum er ég ennþá að gera verkefni fyrir skólann og finnst ég ekki almennilega byrjuð í jólafríi. Ég tók mér loksins pásu og henti í ís sem mig hefur lengi lengi langað að prófa.
Hann var sjúklega góður og gladdi alla í sveitinni. Mun alveg örugglega halda mig við þennan ís næstu jól og búa þannig til hefð :3

Myndi aldrei kalla þennan ís súper hollan, en jólin snúast einmitt útá að leifa sér flest, sérstaklega smjör og sykur.
Ísinn var það góður að ég steingleymdi að taka myndir, svo minn er aðeins íbitinn á myndunum..

20151221_190527

Efni:

Fíkjur: 10-12 stk
Smjör: 2 msk
Púðursykur: 1/3 bolli
Sítrónusafi: 1 msk (Ég notaði nýkreistan)
Vatn: 3 msk
Mjólk: 1 og 1/4 bolli (ég notaði nýmjólk)
Rjómi: 1 og 1/4
Sykur: 1/4 bolli
Eggjarauður: 2 stk
Mascarpone: 1/2 bolli (fæst allstaðar, fékk minn í hagkaup)
Pistasíuhnetur: 1/2 bolli, grófsaxaðar

20151221_190538

Aðferð:

  1. Sker stilkinn af fíkjunum og skerið hverja í 6-8 bita
  2. Bræði smjörið á vægum hita á pönnu og bæti púðursykri útí. Hræri þangað til sykurinn er alveg bráðinn
  3. Bæti fíkjunum útí og hræri
  4. Helli sítrónusafa og vatni á pönnuna og hræri áfram. Þegar allt lýtur svipað út eins og sulta (kannski 10 mín seinna), þá slekk ég undir, tek af hellunni og læt kólna. Hræri fram að því
  5. Á annarri hellu: Hita mjólk og mascarpone saman í litlum potti. Þegar osturinn er alveg bráðinn, tek ég af hellunni og set í skál og leifi að kólna! (Plís verið þolinmóð, því ef maður er ekki þolinmóður þá fer allt í steik)
  6. Þegar mjólkurvökvinn nær líkamshita (“lukewarm”), helli ég eggjarauðum útí og hræri hratt og vel.
  7.  Bæti fíkjum og grófsöxuðu pistasíuhnetunum út í og hræri aftur vel
  8. Kæli í uþb 40 mín (ég horfði á einn Gilmore Girls, þið getið horft á annað..)
  9. Þeyti rjómann í annarri skál
  10. Næ í fíkju-dæmið úr ísskápnum (eða af svölunum) og hræri rjómann varlega útí með sleif þar til allt er vel blandað saman
  11. Helli í eldfast mót (eða gamalt ísbox) og nýt þess að borða ísinn daginn eftir.

Ég bræddi svo suðusúkkulaði og setti útá ísinn ásamt pistasíuhnetum

20151221_190549