“Krispí” grænmeti inní ofni

Hef gert ofnsteikt grænmeti; karteflubáta, gulrætur og fleira, sem meðlæti með öðru, alveg miljón sinnum, en náði því aldrei nógu stökku.
Ákvað að læra það loksins, svo hér er bara solid uppskrift af ofnsteiktu grænmeti, sem kvöldmatur eða meðlæti með öðru. Lykill er bara að hafa ofninn nógu heitann, ekki opna hann nema sjaldan og passa að það er pláss milli grænmetisbita

20160105_185421

Efni:
Grænmeti (t.d. karteflur, sætar karteflur, gulrætur, rósakál, laukar(með eða án hýði), rófur og endalaust..)
Olía
Salt & pipar

Aðferð:
1. Set ofnplötu inní ofn og set á 220°C
2. Sker niður grænmeti í jafn stóra bita. Set í skál með olíu, salt og pipar og velti létt uppúr
3.  Tek ofnplötu úr ofni og raða grænmetinu á, svo að ekkert snertist og allir hafa nóg pláss
4. Tjékka eftir 20 mín, velti sumu og set aftur inn, en tek svo allt út eftir 10-15 mín í viðbót,

Þegar það er komin lykt og grænmeti lúkkar tilbúið; þá er það tilbúið. Tíminn fer eftir grænmetinu 🙂

20160105_181935
Fyrir

 

20160105_185733
Eftir

Grænmetis lasagne í 9 skrefum!

Fór í bústað og nýtti tækifærið til að gera grænmetislasagne sem hefur verið mjög lengi á dagskrá og það eina sem aður gerir í bústað er að borða. Var miklu fljótari að elda en ég bjóst við og horfi á Downton Abbey og spilaði tölvuleik meðan lasanjað  mallaði inní ofni.

Lasanja nammi
Lasanja nammi

Efni

Paprikur: 2
Gulrætur: 5
Sveppir: 1 heill bakki
Zucchini (eða ábirgín): 1 meðalstórt
Kotasæla: 1 stór dós
Spínat: næstum heill poki
Lasagne plötur: Tæpur pakki
Laukur: 1
Sósa: 1 stór krukka; 680 gr (Ég notaði Rinaldi, en Hunts pastasósur virka líka (680 gr))
Hvítlaukur: 2 geirar
Ostur
Pipar

  1. Set lasagneplötur í eldfast form. Hyl botninn (brýt pöturnar ef þarf)
  2. Sker gulrætur og parikur smátt og steiki. Set svo ofan á lasagne plöturnar
  3. Hyl með lasagneplötum
  4. Sker laukinn og hvítlaukinn smátt og sveppina í aðeins stærri bita. Steiki allt á pönnu og pipra. Þegar laukurinn er glær helli ég sósunni útá og blanda vel saman. Helli svo öllu í formið.
  5. Sker zucchini í sneiðar og hyl sósu-sveppalagið fyrir neðan.
  6. Hyl með lasagne plötum
  7. Bæti fersku spínati ofaná, svo ekki sést í plöturnar
  8. Hyl aftur með lasagne plötum
  9. Dreifi vel úr kotasælunni yfir allt og ríf svo ost ofaná og pipra
  10. Formið inní ofn í 40-50 mín á 180°C

Fyrir þá sem nenna mögulega ekki að lesa allt þá er uppskriftin myndræn hér:

skref 1
skref 1
skref 2
skref 2
skref 3
skref 3
skref 4
skref 4
skref 5
skref 5
skref 6
skref 6
skref 7
skref 7
skref 8
skref 8
skref 9
skref 9
Tilbúið!
Tilbúið!

Quesadilla á 7 mín

Er í prófum svo ég á engan mat eða tíma til að fara í búð, sem er hentugt fyrir þessa uppskrift því það er hægt að nota nánast allskonar í þessa uppskrift. Eina möst-ið eru tortilla kökur.
Ég átti semsagt tortillur, ost, pepperoni og salsa sósu og gerði úr því mega góðan bröns.
Ef þið eigið ekki efnin að ofan, þá er hægt að nota rjómaost, skinku, tómata, sveppi, ólívur, BBQ sósu og í rauninni allt sem gæti verið gott og bara betra ef það bráðnar.
Sorrí með myndirnar, ég var eiginlega búin að borða þegar ég fattaði að taka myndir 🙂

11208827_10206564963300419_1934058549_n
Ok, Aron gerði þessa og setti allt sem hann fann á hana. Casadillurnar eiga ekki að vera alveg svona sveittar.. En hun var samt geggjuð

Innihald:
2-4 tortillur
Ostur
Salsa sósa
Pepperoni
-og svo allskonar ef þið viljið setja meira á milli

Síðasti bitinn
Síðasti bitinn

Aðferð:
1. Set sósu á eina tortilluna og dreifi vel, set svo pepperoni og ost ofaná.
2. Set tortilluna á heita pönnu,en svo hliðin með öllum matnum snýr upp. Set aðra tortillu ofaná.
3. Pressa aðeins ofaná með spaða og flippa quesadillunni við þegar það er komin góð lykt. Steiki á hinni hliðinni jafn lengi, um 3 mín.
4. Borða

Hvítbaunasúpa með beikoni og rósmarín

Ég átti hvítar baunir inní skáp(600 gr) og aðeins beikon og svo fátt annað. Úr varð því rosalega góð og matarmikil hvítbaunasúpa með beikoni, rósmarín og aðeins grænmeti. Ég lagði baunirnar í bleyti kvöldinu áður, svo þær voru fullkomnar daginn eftir í súpu 🙂
Ég notaði reyndar bara 300 gr. í súpuna, en svo restina af baununum daginn eftir.
Einfalt, ódýrt, hollt og gott! Wei!

Súpa í skál
Súpa í skál

Efni:
Hvítar baunir (smjörbaunir): sem búið er að leggja í bleiti í 12 tíma (ég lagði 600 gr. í bleyti, en notaði 300 gr. í súpuna)
Beikon: 5 strimlar
Gulrætur: 2
Blómkál: 1/4 haus
Hvítalukur: 3 geirar
Laukur: 1/2
Krydd: pipar, salt, rósmarín og lárviðarlauf(notaði líka í síðustu uppskrift)
Parmesan: mæli mikið með því að rífa hann útá!

Wei. Meiri súpa
Wei. Meiri súpa

Auðvitað má bæta við og sleppa út grænmeti og beikoni eftir þörfum, en plís ekki krydda súpuna of lítið því þá verður hún bragðlaus. Best bara að smakka hana til og bæta rósmarín, pipar og etv. kjötkrafti við eftir þörfum. Sellerí væri líka geggjað með, þá steikja það á pönnu með gulrótunum og fleiru.

Aðferð:
1. Set kalt vatn í pott og sýð baunirnar(flæðir rétt yfir) og leyfi að malla meðan ég preppa hitt (15-20 mín).
2. Saxa lauk og steiki á pönnu. Bæti söxuðum gulrótum, hvítlauk og blómkáli útí sem og heilum lárviðarlaufum.
3. Þegar allt er búið að steikjast í nokkrar mín bæti ég skornu beikoni útá. Krydda svo með rósmarín(slatta) og pipar. Lækka hitan og leyfi að malla í 5-10 mín. Tek svo lárviðarlaufin úr.
– Núna væri gott að setja hálfan kjötkraft út í 500 ml af soðnu vatni, en ef það er ekki til þá er krafturinn óþarfi.-
4. Set baunirnar með vatni(eða helli af þeim og nota kjötkraftsvatn) í blandara sem og öllu dótinu af pönnunni (má endilega gera þetta í nokkrum skrefum!).
5. Tek allt úr blandaranum og set í pott og leyfi að bobbla í 5 mín, tek svo af, set í skál og ríf parmesan ost yfir.

20150326_171518

Eggjakaka með hellings

Átti eitthvað inní ísskáp og henti því saman í eggjaköku. Kæró var í mat, svo uppskriftin er fyrir tvo mjög svanga

Eggjakakan
Eggjakakan

 

Efni;
Egg 6
Sæt kartefla; hálf
Beikon; 7 strimlar
Gulrætur 5
Sveppir 3
Paprika
Ólívur; rest úr krukku
Hvítlaukur

20140820_190601
Omnom

1. Forhita ofninn í 180 °C
2. Sker niður allt grænmetið, og passa að hafa sætu kartefluna smærri(eins og þunnar franskar) en restinn af grænmetinu því hún tekur lengri tíma að steikjast.
3. Steiki allt grænmetið á pönnu; byrja á sætu karteflunum og steikji svo restina af grænmetinu með. Þegar allt er steikt í gegn hendi ég öllu í form; ég ætlaði að setja mitt í kökuform en það lak svo ég notaði brauðform
4 Steiki beikonið og set ofaná grænmetið í forminu
5. Hræri saman eggin og bæti við pipar, salti og steinselju og helli ofaná allt dótið
6. Ríf ost yfir og set fatið ofarlega inní ofn og læt vera á 180 í rúman hálftíma, eða þar til osturinn er aðeins farinn að brúnast. En ekki of mikið því þetta má ekki vera þurrt, því þá er þetta ekki nærri jafn gott..

 

Eggjakakan í formi
Beint úr ofninum

– Eins og ég skrifaði þá er mín kaka bara með fullt af dóti sem ég átti, svo tómatar eða venjulegar karteflur eða hvaða grænmeti eða kjöt sem er virkar líka vel 🙂 Það má líka auðvitað sleppa kjötinu ef þið fílið það ekki