Piparmintukakó og Karamellukakó

Bauð vinkonum mínum í kakó því ég nennti ekki að læra. Mig hefur líka lengi langað að prófa að gera öðruvísi en bara beisik kakó, svo úr varð súper kósý læripása

12335896_913893092033952_228535797_n

Piparmintukakó:

Efni:
Pipp mintu-súkkulaði: 2 plötur (ég notaði eina ljósa og eina dökka, afþvíbara)
Síríus súkkulaði: 3 lengjur úr plötu
Mjólk: 1 lítri

Aðferð:
1. Hita mjólk upp að suðu
2. Brýt súkkulaði í pott eða skál og helli heitri mjólkinni smám saman úta. Hræri á meðan
3. Þegar allt súkkulaðið er bráðið, helli ég í bolla og bæti rjóma og súkkulaðispænum ofaná

12319542_913892918700636_89462737_n

Karamellukakó:

Efni:
Pipp karamellu-súkkulaði: 2 plötur
Síríus súkkulaði: 4 lengjur af einni plötu
Mjólk: 1 lítri

Aðferð (nákvæmlega eins og fyrir ofan):
1. Hita mjólk upp að suðu
2. Brýt súkkulaði í pott eða skál og helli heitri mjólkinni smám saman úta og hræri á meðan
3. Þegar allt súkkulaðið er bráðið, helli ég í bolla og bæti rjóma og súkkulaðispænum ofaná

12309026_913893125367282_1401970512_n

Kjúklinga súpu-kássa með snakki

Átti afganga af kjúklingi sem ég eldaði inní ofni kvöldið áður og eitthvað inní ísskáp. Setti saman einhverskonar kássu eingöngu með því sem ég átti. Hljóp svo útí búð og keypti snakk til að setja útá, því mig langaði í afsökun til að borða snakk í kvöldmat..
Ef einhver á: papriku, tómata, gulrætur eða annað svipað þá er kjörið að bæta því við! Líka hægt að nota kjúklingabaunir í staðin fyrir kjúkling 🙂

20151116_193431

Efni:
Kjúklingur: (Ég notaði bringur sem ég eldaði deginum áður og það sem ég gat kroppað af kjúllanum)
Gular baunir: 2-3 lúkur
Sellerí: 2 lúkur (því ég átti inní ísskáp)
Karteflur: 5 stk (því ég átti)
Sveppir: 5 stk (vildi klára þá)
Tómatar í dós: 1 stk (hakkaðir)
Vatn: 1/5 lítir (soðið)
Sýrður rjómi
Snakk
Krydd: Kjúllakraftur, pipar, salt og ítölsk krydd (timian, oregano eða basil)- virkar líka að nota paprikukrydd eða beisikklí hvað sem er..

Aðferð:
1. Sker niður allt grænmeti og steiki í potti
2. Sker kjúlla í smáa bita og set útí
3. Bæti tómötum úr dós og 1/5 lítra af vatni. Krydda með kjúklingakrafti, pipar og ítölskum kryddum
4. Leifi að malla þangað til karteflurnar eru til (30 mín-ish)
5. Ber á borð í skál, með sýrðum rjóma, stöppuðu avokado-i og snakki

20151116_193459

Matarmikil gúllas súpa

Hin fullkomna vetrarsúpa: Rosalega bragðmikil, hlý og mjög matarmikil: ég var pakksödd og sæl eftir eina skál.
Líka súper næs að þvo upp eftir matinn því maður óhreinkar bara einn pott 🙂

Ef einhver fýlar ekki kjöt eða gúllas eða bara eitthvað þá er ekkert mál að sleppa gúllasinu og nota grænmetiskraft í staðin fyrir kjöt 🙂 Þá verður þetta bara mega bragðmikil grænmetissúpa.

20151105_174705
Gúllassúpa með brauði til hliðar

Efni:
Gúllas: 1 pakki
Karteflur: 8 stk skornar í 4 bita hver
Maísbaunir
Laukur: 1 stk
Sellerírót: 1/2 bolli eða meira (fæst allstaðar)
Gulrætur: 4 stk
Tómatar í dós: 2 stk (helst saxaðir tómatar má líka nota heila)
Kjöt- og grænmetiskraftur (eða annaðhvort): 1 stk af hvoru
Olía
Krydd: Pipar, salt, paprikukrydd, ítölsk krydd (basil, timian eða annað)

  1. Saxa lauk og steiki uppúr olíu í potti eða stóru eldföstu móti.
  2. Sker gulrætur og sellerí smátt og set útí þegar laukurinn er glær, ásamt maísbaunum.
  3. Set gúllasið útí og steiki þangað til kjötið er brúnað
  4. Bæti við tómötum úr dósum, lítra af soðnu vatni (sýð í hraðsuðukatli) og tveimur teningum af krafti. Krydda með ítölskum kryddum og pipar (slatta, fínt að smakka sig til).
  5. Læt malla í klukkutíma
  6. Set karteflubita útí sem taka 30 mín
  7. Þegar karteflurnar eru til set ég súpu í skál og borða helst með brauði og miklu smjöri. Ef einhver á vorlauk útí garði þá er gúrm að klippa smá af honum yfir
20151105_174600
Closeup

Grænmetis lasagne í 9 skrefum!

Fór í bústað og nýtti tækifærið til að gera grænmetislasagne sem hefur verið mjög lengi á dagskrá og það eina sem aður gerir í bústað er að borða. Var miklu fljótari að elda en ég bjóst við og horfi á Downton Abbey og spilaði tölvuleik meðan lasanjað  mallaði inní ofni.

Lasanja nammi
Lasanja nammi

Efni

Paprikur: 2
Gulrætur: 5
Sveppir: 1 heill bakki
Zucchini (eða ábirgín): 1 meðalstórt
Kotasæla: 1 stór dós
Spínat: næstum heill poki
Lasagne plötur: Tæpur pakki
Laukur: 1
Sósa: 1 stór krukka; 680 gr (Ég notaði Rinaldi, en Hunts pastasósur virka líka (680 gr))
Hvítlaukur: 2 geirar
Ostur
Pipar

  1. Set lasagneplötur í eldfast form. Hyl botninn (brýt pöturnar ef þarf)
  2. Sker gulrætur og parikur smátt og steiki. Set svo ofan á lasagne plöturnar
  3. Hyl með lasagneplötum
  4. Sker laukinn og hvítlaukinn smátt og sveppina í aðeins stærri bita. Steiki allt á pönnu og pipra. Þegar laukurinn er glær helli ég sósunni útá og blanda vel saman. Helli svo öllu í formið.
  5. Sker zucchini í sneiðar og hyl sósu-sveppalagið fyrir neðan.
  6. Hyl með lasagne plötum
  7. Bæti fersku spínati ofaná, svo ekki sést í plöturnar
  8. Hyl aftur með lasagne plötum
  9. Dreifi vel úr kotasælunni yfir allt og ríf svo ost ofaná og pipra
  10. Formið inní ofn í 40-50 mín á 180°C

Fyrir þá sem nenna mögulega ekki að lesa allt þá er uppskriftin myndræn hér:

skref 1
skref 1
skref 2
skref 2
skref 3
skref 3
skref 4
skref 4
skref 5
skref 5
skref 6
skref 6
skref 7
skref 7
skref 8
skref 8
skref 9
skref 9
Tilbúið!
Tilbúið!

! Sushiveisla !

Bauð vinum mínum í matarboð afþví bara og við gerðum öll sushi!
Þurfti reyndar að kaupa í matinn í tveimur stöðum, en þar sem við vorum átta að borða þá kostaði veislan 1300 kall á mann. Sem er sjúklega vel gert því allir voru mega saddir og sælir.

Svo er líka bara svo gaman og næs að föndra sushi í góðra vina hópi ❤

Sushiii
Sushiii

Uppskriftin er fyrir 8 manns:

Efni:
Sushigrjón: 1 kg (í Bónus)
Silungur: 400 gr (Nóatún)
Lax: 700 gr (Nóatún)
Þorskhnakkar: (bara til að prófa): 15 gr?
Gúrka: 1 stk
Mangó: 2 stk
Avokado: 2-3 stk
Rjómaostur: fer eftir smekk
Nori: 20 stk
Soya sósa
Wasabi: (annaðhvort paste, eða duft)
Mirin: (lítil flaska fæst í Bónus á 300 kall?)
Sushi mottur: fínt að fá 7 stk? Líka oft fullt af fólki sem á svona mottur bara random.

Svo má auðvitað bæta inní öðru eða sleppa. Alveg eins og þið viljið.

Sushibakki
Sushibakki, þeir uðru 5 allt í allt

Spicy mayo:
Ég veit að það á að nota mega fancy japanskt mayo í alvöru, en það var beil svo ég keypti bara Gunnars majones.

Efni:
Majones
Chillimauk í krukku

Aðferð:
1. Hræri saman majo og chilli. Smakka til: byrja með litlu chilli og bæti svo útí.
2. Set svo inní eða á rúllurnar

Sushi rúllur (maki):

1. Skola og sýð grjón (fer eftir leiðbeiningum á pakka). Þegar þau eru soðin dreifi ég úr og leifi að kólna. Helli svo Merin yfir grónin (kannski 1/4 af flöskunni).
2. Á meðan grjónin voru að sjóða skar ég avokado, mangó og gúrku niður í langar og grannar ræmur. Roðfletti fiskinn og skar niður í svipaðar ræmur. (1×1 cm á breidd, 20 cm a lengd-ish)
3. Set Nori á sushi mottu, matta hiðin snýr upp (alls ekert vandamál ef það gleymist)
4.. Þegar grjónin eru orðin köld og sticky, tek ég litla lúku og þjappa þeim á eitt nori. Endurtek og passa að dreifa vel úr grjónunum og þjappa þeim vel saman. Grjónin eiga að þekja 3/4 lengdina af nori og fara vel út í kannta. (Mæli eindregið með yotube myndböndum!, erfitt að útskýra..)
4. Tek hráefni (t.d. gúrku, mangó og silung) og set þvert á á nori-ið og rúlla svo öllu saman, með hjálp mottunnar. Því þéttari sem rúllan er því betra!
5. Sker rúlluna í 3cm bita-ish
6. Endurtek leikinn með næsta nori og breyti fyllingunni!

+ Miklu erfiðara að útskýra en ég bjóst við, en endilega prófa sig áfram!

Nigiri
Nigiri

Nigiri bitar:

  1. Litlir koddar myndaðir úr grjónum (þjappað saman í lófa)
  2. Smá wasabi sett á toppinn
  3. Þunnt skorinn fiskur látinn efst

Svo er allt sett á borðið og dýpt í soya sósu og smurt með wasabi

+ Öll hráefnin kostuðu saman 11.130, sem gerir 1300 kall á mann, sem er ekki baun fyrir frábæra sushi veislu!  Svo er líka snilld að hafa köku í eftirmat..

Omnom
Omnom

Easy breezy bröns Pönnsur

Langaði í eitthvað annað en seríos í morgunnmat svo ég bjó til pönnukökur úr þremur innihaldsefnum. Uppskriftin er fyrir tvo, en einföld nægir fyrir rúmlega einn 🙂

Pannsa með nutella
Pannsa með nutella

Efni:
Bananar: 2
Egg: 2
Hveiti: 4 msk

Aðferð:
1. Stappa banana eins vel og ég nenni
2. Brýt eggin útí og hræri vel
3. Bæti við hveiti og hræri aftur vel
4. Steiki á pönnu alveg eins og aðrar pönnukökur

-Ber fram með nutella, hnetusmöri og ferskum ávöxtum eða ís eða rjóma eða bara hvað sem er

Pannsa með ávöxtum sem ég átti
Pannsa með ávöxtum sem ég átti

Piña Colada Ís!

Eyddi allri helginni á Októberfest og  fékk frábæra hugmynd í þynnkunni að búa til heimagerðan ís. Súper einfaldur, hollur og góður. Kombó sem getur ekki klikkað!

20150913_193312

Efni:
Ananas: 2 bollar (Ég notaði ferskan, en líka hægt að nota í dós)
Banani: 1 meðalstór
Kókoshnetimjólk: 1/2 bolli

+ Ég notaði kókoshnetumjólk en það gæti verið betra að nota “kókoshnetu cream” sem er aðeins þykkari en mjólkin

Ís í bolla
Ís í bolla

Aðferð:
1. Set kókosmjólkina (í dósinni) inní frysti
2. Saxa niður ananas og banana og set inní frysti í u.þ.b. hálftíma (..eða eins og einn Scandal þáttur)
3. Tek kókosmjólkina úr frystinum (ATH: ekki hrissta!) og nota þykkasta lagið af mjólkinni sem ætti að hafa safnast saman efst í dósinni
4. Set allt saman í blandara. Galdurinn er að mixa þetta nógu lengi! Ísinn á allur að hafa sömu áferðina, annars verður ves að frysta hann
5. Set jukkið í box og inní frysti í 3-4 tíma

+Ég fékk mér svo súkkulaðisósu á ísinn minn og það var hellað gott

Súkkualði gerir beisikklí allt betra
Súkkulaði gerir beisikklí allt betra

Laxapasta á 10 mín

Mamma og pabbi gáfu mér reyktan lax sem mig langaði að nýta í annað en bara bröns. Tók flestallt úr ísskápnum og smellti í pasta með laxi og fleiru og útkoman var; bilað góður kvöldmatur

Namm
Namm

+ Það er pottþétt hægt að nota 3 mín núðlur í staðin fyrir pastað og túnfisk úr dós í staðin fyrir laxinn, en mig grunar að rétturinn verði fínn, en ekki alveg jafn góður..

Efni:
Tagliatelle pasta: 4 pasta “hnútar” (3 er samt nóg.. ég var bara gráðug)
Lax: 100 gr-ish
Sveppir: 2 lúkur
Hvítlaukur: 1 geiri
Furuhnetur: lítil lúka
Svartar ólívur: lúka (fer eftir smekk)
Olía: pínulítið. (Ég notaði olíu af fetaosti, því osturinn klárast alltaf á undan olíunni)

+ Líka í góðu lagi að sleppa og bæta við eins og ykkur listir! En þetta var það sem ég átti og nýtti 🙂

Aðferð:
1. Sýð vatn í potti og bæti pastanu útí þegar bubblar
2. Meðan vatnið er að sjóða: sker niður sveppi og saxa hvítlauk. Steiki á pönnu, helst uppúr smjöri :3
3. Þegar pastað er næstum tilbúið bæti ég við ólívum og furuhnetum á pönnuna.
4. Slekk undir báðum hellum en saxa niður laxinn og bæti honum á pönnuna ásamt pastanu (búin að sigta vatnið frá)
5. Helli örlítið af olíu yfir allt. Blanda saman og set strax í skál. Easy Breasy

Laxapasta
Laxapasta

S’mores ídýfa

Ég átti afmæli og grillaði með vinkonum mínum og það var mega stuð. Vildi hafa s’mores eins og er alltaf í bíómyndum, en nennti ekki veseni með því að púsla saman og grilla kex, súkkulaði og sykurpúða svo ég smellti bara í ídýfu sem var snilld.

Omnomnom
Omnomnom

Efni:
Sykurpúðar: 2 pokar
Súkkulaðidropar: 300 gr
Graham crackers: 1 pakki -Ég keypti minn í kosti! Fann ekki eins kex annarsstaðar-klárlega þess virði!!

Aðferð:
1. Hita ofninn í 230°C
2. Set súkkulaðið í bökunarform og raða svo sykurpúðunum ofaná
3. Set iní ofn í 6-10 mín (Þar til sykurpúðarnir eru gullinbrúnir)
4. Dýfi kexinu í og borða

Kexi dýft í
Kexi dýft í

Kúrbíts (Zucchini) lasanja

Eldaði geðbilað gott lasagne, því það er uppáhalds maturinn minn, bara með nýju twisti! Í staðin fyrir pastaplötur-eða lasagneplötur, þá notaði ég kúrbít. Grunar að það sé langt þangað til ég elda hefðbundið lasanja eftir eftir þessa snilld.

Ofaná lasanjanu
Bráðinn ostur ofan á lasanjanu

+ Ég notaði hakk (kindahakk, því ekkert annað var til útaf verkfalli), en það er mjög auðvelt að sleppa því og gera þá grænmetis lasanja í staðin, sem er bókað alveg jafn gott.

Uppskriftin nægði í kvöldmat fyrir mig og kæró (og við borðum hvorugt lítið), í hádegismat á morgun og pottþétt líka kvöllara annað kvöld.

20150608_184835
Yum

Efni:
Kúrbítur (Zucchini): 2
Ostur: Böns (kannski einn lítill?)
Sæt kartefla: 1
Hakk: 500gr
Hvítlaukur: 2 geirar
Spínat, ferskt: 1/2 poki
Pastasósa (hvernig sem er) 1 krukka
Krydd: Pipar og salt. Ég notaði ferskt timian því ég átti það til, en það er ekki möst

20150608_190021

Aðferð:
1. Sker niður kúrbítana í skífur. Þek botn á eldföstu móti með skífum.
2. Skræli og saxa kartefluna smátt. Steiki á pönnu með pipar, smá salti og timian. Leifi að eldast í gegn og dreifi svo yfir kúrbítinn í mótinu.
3. Ríf niður 1/3 af ostinu og strái yfir.
4. Set annað lag af kúrbít yfir
5. Steiki hakk,pipra og salta það. Saxa hvítlauk og bæti útí. Leyfi að steikjast í gegn, set svo í mótið. 6. Dreifi sósunni yfir.
7. Dreifi fersku spínati yfir
8. Set síðustu umferð af kúrbít
9. Set ost yfir.
10. Baka inni í ofni við 205°C í u.þ.b. klullara (eða jafn lengi og síðasti Game Of Thrones þáttur var).

20150608_184556