Lamb með rósmarín og sítrónu

Langaði í hátíðlegan mat á áramótunum í staðin fyrir þynnkubana, svo ég ákvað að elda gúrm lambalæri. Eldaði fyrir okkur Aron og fór svo með restina í sveitina til mömmu og pabba, því maturinn var það góður að ég vildi að sem flestir fengju að smakka. Uppskriftin nýtist því fyrir 4-5 manns.

20160101_193140
Lamb með brúnni sósu

Efni:

Lambalæri: 1 stk (Mitt var 1.9 kg)
Sítrónur: 2 stk (bæði börkur og safi)
Rósmarín: 2 msk
Hvítlaukur: Heilt stykki!
Olía: 6 msk
Karteflur: 3 á mann
Rósakál: 4 á mann

20160101_193129
Rósakál innan úr ofni

Marinering:

  1. Flysja börkinn af sítrónunum og saxa smátt (reyni að fá sem minnst af hvítu með berkinum). Kreisti svo safann úr báðum og set í skál með berkinum. Saxa hvítlauk og rósmarín og set í sömu skál. Bæti við 4 msk af olíu og blanda öllu saman
  2. 2. Set lambalærið í poka og helli marineringunni yfir. Vef pokanum þétt utanum og læt liggja í klukkutíma. Eftir hálftíma sný ég leggnum við

Aðferð:

  1. Velti karteflum og rósakáli uppúr olíu, pipar og smá salti og set í ofnfast mót og inní ofn á 230 °C í 20 mín
  2. Þegar lærið er búið að marinerast tek ég eldfasta mótið úr ofninum, færi karteflur og rósakál til hliðar og smelli lærinu í miðjuna. Aftur inní ofn í 20 mín
  3. Eftir þessar 20 mín, tek ég karteflur og rósakálið burt, lækka í ofninum á 150°C og set lærið eitt aftur inní ofn í klukkutíma.
  4. Eftir klullara slekk ég á ofninum, tek lærið út og læt að hvíla í 20 mín. Á meðan lærið bíður geymi ég karteflurnar og rósakálið inní ofni svo þau nái upp hlýju aftur.
  5. Geri sallat á meðan og sósu úr pakka (tekur 3 mín)
  6. Set allt á disk og nýt í botn
20160101_192348
Lamb með sósu í katli, maður reddar sér

Hægeldaðir lambaskankar

Fengum gamla fjölskyldu-uppskrift af hægelduðum lambaskönkum sem var geggjuð. Þarf lítinn undirbúning en tæpa 2 tíma í malli, en þá getur maður nýtt tíman og lært heima.. eða horft á netflix.
Best að nota frekar stóra pönnu eða djúpan pott. Ég eldaði þetta aftur stuttu seinna fyrir mömmu og pabba og bætti við einhverju sem ég fann í ísskápnum: gulrótum, sellerí og fleiru sem ég saxaði. Það kom sjúklega vel út.

Meir lambaskanki með sallati
Lambaskanki með salati

Efni (ATH: fyrir 4, svo það er upplagt að bjóða vinum í fínan fjölskyldumat <3)
Skankar: 4 (2 í pakka kosta 1100 kall)
Olía: 2 msk
Laukur: 1
Tómatar: 2
Sveppir: 250 gr
Hvítlaukur: 4 geirar
Tómatpúrra: 2 litlar dollur
Soð: (1 kjötkraftur og 500 mL af sjóðandi vatni hrært saman. Ekki flóknara en það)
Rauðvín: 200 mL (getið keypt litla ódýra-ish flösku)
Krydd: 2 tsk. af rósmarín og timian, 2 lárviðarlauf (heill poki kostar 90 kall)

Omnom
Omnom

Aðferð:
1. Brúna skankana á öllum hliðum í pönnu eða potti og kjötið svo tekið af
2. Laukur og hvítlaukur saxaðir og settir á pönnuna með olíu og allt látið malla þar til laukurinn er glær.
3. Kjötið sett aftur á pönnuna og tómötum(skornir smátt), soði og rauðvíni bætt útá. Hitað að suðu svo kryddað. Hitinn lækkaður í meðal hita. Látið malla í 1 1/2 tíma
4. Sveppum(skornir í helminga) bætt útá (og gulrótum og fleira dóti ef þið notið það). Látið malla í hálftíma
5. Kjötið tekið uppúr, hitinn hækkaður og sósan látin bobbla vel í 5-10 mín(svo hún þykkni).
6. Kjöt sett á diska og sósan ofaná.

Mikil sósa
Mikil sósa

Það er líka kjörið að búa til katteflumús ef þið nennið í þennan hálftíma rétt eftir að sveppunum var bætt útí 🙂

Lambafille með karteflumús og brúnni sósu

Fór í heimsókn til ömmu og hún vildi endilega gefa mér eitthvað, svo ég fékk frosið lambafille sem var geðveikt. Ég hafði aldrei eldað fille áður svo ég prófaði mig áfram og úr varð frábær máltíð. Myndi klárlega mæla með henni í matarboðum, því hún er líka frekar fancy. Uppskriftin er fyrir tvo:

20150202_182247
Lambafille með mús, sósu og salati

Innihald:
Lambafille (Minn pakki var 400 gr. eða tveir bitar)
Krydd: Ég fékk BBQ krydd úr tiger sem ég mæli klárlega með, annars virkar salt og pipar líka
Olía: 1 msk

Aðferð:
1. Krydda kjötið vel og smyr með olíu. Geymi í poka/diski í 1-2 tíma. Ef þið hafið ekki tíma þá má sleppa þessu skrefi, en kryddið þá kjötið vel í staðin.
2. Steiki kjötið í 10 mín á öllum hliðum til skiptis. Passið að pannan sé heit áður en þið setjið kjötið á. Það á að snarka í kjötinu þegar það er sett útá.
3. Set kjötið á fat og inn í ofn á 170°C í 30 mín

Köd
Köd

Á meðan kjötið er inní ofni bý ég til karteflumús:

Innihald:
Karteflur: 3 á mann
Gulrætur: 3 (má sleppa, ég vildi bara nota mínar)
Smjör: 1/2 msk
Mjólk: 2 msk.

Aðferð:
1. Sýð karteflur og gulrætur í potti(15-20  mín)
2. Helli vatninu af og bæti við mjólk og smjöri og stappa allt saman í pottinum. (Ég notaði karteflu-stappara, en gaffall og töfrasproti virkar líka).
3. Salta og pipra

Sósa:
1. Fylgi innihaldslýsingu á pakka. Ég notaði brúna sósu úr IKEA, en flestar aðrar gerðir virkar vel

20150202_182301
Partý á diski

+ Áður en ég byrja að borða og set allt á diska, þá væri mjög sniðugt að leyfa kjötinu að standa í 10 mín eða svo. Það gerir kjötið í alvöru miklu betra 🙂
+ Það má endilega nota sæta karteflu í karteflumúsina eða t.d. blómkál. Mæli líka með að strá yfir ferskri steinsselju.
+ Ég nenni voða sjaldan að taka hýði af karteflum, en auðvitað er það líka gott. Þá er það gert áður en öllu er stappað saman 🙂