Hummus!

Sá auglýsingu um veganúar og langaði að vera með. Endilega breytið og bætið uppskriftinni á alla vegu eins og ykkur langar. Ég átti ekki tahini sem er venjulega notað í hummus og fannst óþarfi að kaupa heila krukku fyrir fyrstu tilraunina mína. Ég notaði þessvegna sesamfræ og vökva af baununum og olíu í staðin. Hummusinn fær reyndar aðra áferð en mér fannst hann mjög góður. Ef þið eigið tahini, þá um að gera að nota það í staðinn, eða ekki, þið ráðið!

20160105_133632

Efni:
Kjúklingabaunir:  1 dós
Sesamfræ: 1/2 bolli
Hvítlaukur: 2 geirar
Olía: 2/3 bolli..?
Sítrónusafi: 2 msk
Krydd: salt, pipar, cummin og paprika

Má sleppa/hafa með:
Ég setti 3 sólþ. tómata útí og notaði ólíuna af þeim, því ég átti hana til og fannst hún gefa meira bragð. Líka góð hugmynd að nota olíu af fetaosti eða einhverju öðru 🙂

Aðferð:

  1. Set olíu í blandara, ásamt sesamfræjum og blanda í 6 mín
  2. Tek híðið af hvítlauknum og bæti honum útí ásamt kjúllabaunum, sítrónusafa og kryddi (og sólþurrkuðum tómötum ef þið viljið/eigið). Blanda í 7 mín
  3. Smakka og bæti meiri kryddum útí þangað til ég er sátt
  4. Smyr á ristað brauð
20160105_134308
Ristað brauð og þumall til vinstri