Plokkfiskur

Fiskur; ég nota ódýran og frosinn; um 3 flök á mann.
Karteflur; 2-3 per mann
Mjólk 400ml-ish
Hveiti 2-3msk-ish
Smjör 2-3msk-ish
Ostur
Krydd: Karrý(2-3 tsk) og Pipar

Plokkfiskur myndast ekki vel
Plokkfiskur myndast ekki vel, en er hellað góður og hollur

 

1. Sýð karteflur(20 mín).
2. Sýð fiskinn(7-10 mín).
3. Bræði smjörið í potti, sker niður lauk og steiki uppúr smjörinu. Þegar laukurinn er orðinn glær þá pipra ég og bæti karrý-i útí. Eins og hefur komið fram áður, þá finnst mér best að krydda hellings
4. Bæti hveitinu út í og hræri vel, eða þar til það blandast vel við smjörið. Tekur alveg 3 mín
5. Bæti mjólkinni útí smátt og smátt og hræri vel á milli. Hætti að hræra þegar allir kekkir eru horfnir(mini mini kekkir skipta ekki máli)
6. Brytja niður fiskinn og karteflurnar og set útí pottinn og hræri smá, en ekki of mikið! Þetta á ekki að verða að mauki, því það er ugeð.
7.  Set matinn úr pottinum í eldfast mót, ríf niður hellings af osti sem ég strái yfir og set svo allt inní ofn v/ 200°C í 10-15 mín, eða þangað til osturinn bráðnar
8. Hrúga á disk. Ef þið eigið rúgbrauð og meira smjör þá er það mega gott með.